Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI N N
193
þannig, að karbónatmagnið vex og pH hækkar. Við öndun og
rotnun plöntu- og dýraleiía á það öfuga sér stað: Koldíoxyd mynd-
ast, jafnvægið leitar til vinstri og pH fer lækkandi. Á veturna hlýt-
ur því pH-gildi Mývatns að vera mun lægra en á sumrin.
3. I samræmi við pH-hækkunina frá innrennslissvæðunum og
út í mitt vatn, fer súrefnismagnið einnig hækkandi, og nær há-
marki við útrennslið. Sem kunnugt er, leiðir uppbygging plantna
á lífrænu efni einnig til aukningar á súrefnismagni, en við rotnun-
ina eyðist súrefni. Þetta rná tákna með hinu einfalda efnahvarfi
COa + H20 (C,HoO)„ + 02
Við myndun lífræns efnis gengur efnahvarfið til hægri, við öndun
eða rotnun til vinstri. Hin mjög svo háa yfirmettun súrefnis á at-
huganastöðunum í miðju vatninu og við útrennslið bendir til þess,
að vöxtur plantna hafi verið mjög ör.
4. Kísilmagn volgu lindanna er geysihátt, eða rúmlega 60 mg
í lítra, reiknað sem Si02. í kaldavermslunum er magnið þrefalt
minna og fer lækkandi í vatninu sjálfu í átt að útrennslinu. Sú
lækkun stafar sjálfsagt að mestu leyti af skeljamyndun kísilþörunga.
5. Fosfat- og nítratmagn hndanna austan megin Mývatns er til-
tölulega hátt og eru þær þ\ í mikilvægar sem áhurðargjafi til vatns-
ins. Að auki lilýtur svo Mývatni að berast næringarefni frá þeim
fjölda fugla, sem á vatninu eru. Úti í miðju vatni, einkum Syðri-
flóa og við útrennslið, voru jressi næringarefni að mestu uppurin.
6. Nítrítmagn er mjög lágt, eins og venja er í vötnum, |>ar sem
mengunar gætir ekki. Nokkurt magn af ammoníaki virðist vera í
vatninu, en þó sízt hærra en mælzt hefur í sumum stöðuvötnum
erlendis (Hutchinson 1957). Annars virðist ammoníakmagn vera
mjög breytilegt í stöðuvötnum og sömuleiðis hhitfallslegt magn
j>ess miðað við nítrat.
Þær niðurstöður, sem hér hafa verið ræddar, benda á fjölmörg
rannsóknaverkefni, sem fróðlegt væri að taka til nánari athugunar.
Skulu örfá dæmi nefnd.
a. Með mælingum á kísilmagni er hugsanlegt að reikna megi
út efna- og vatnsbúskap Mývatns. Ef hægt er að gera ráð fyrir, að
kísill berist vatninu í uppleystu formi og breytist ekki vegna ólíf-
rænna efnahvarfa, heldur aðeins við starfssemi kísilþörunga, hlýt-
ur kísilmagn innrennslisins að vetrarlagi að vera jafnt {)\í magni,
13