Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 58
200 NÁTTÚ R UI- RÆÐINGURINN Jón Jónsson: Um hraunkúlur Hraunkúlur eru mjög algengar myndanir, bæði við eldstöðvar og í hraunum. Einna mest umræddar og umritaðar eru líklega kúlur þær (bomb- ur), sem kastast út frá eldstöðinni, oft mörg hundruð metra í loft upp. Hafa þeim kúlum verið gefin ýmis, meira eða minna vel valin nöfn eftir útliti þeirra. Ekki er óvenjulegt, að slíkar kúlur hafi „kjarna“ úr eldra bergi, sem losnað hefur úr þeint berglögum, sem gosið braut sér leið gegnum. Slíkar kúlur má finna t.d. við Grænavatn í Krísuvík, Seiðishóla í Grímsnesi og víðar. í þeim er kjarninn úr bergi, sem er ólíkt efni kúlunnar að öðru leyti, og hafa þær því vakið sérstaka athygli. Hitt er þó án efa miklu algengara, að „kjarni“ sé enginn í kúlunni, eða þá úr svipuðu efni og kúlan sjálf. í gervigígum myndast líka kúlur, sem oft eru eins að útliti og þær, sem myndast í eldstöðinni. Þær hafa oft kjarna, sem auðsjáanlega hefur verið orðinn fastur áður en kúlan sjálf varð til. Komið getur fyrir, að erfitt sé að skera úr hvort um sé að ræða raunverulegan gíg eða gervigíg. I báðum má oft finna göng eftir gufur eða gas. Slík göng eru að jafnaði gleruð innan vegna endurbræðslu bergsins við hinn háa lúta í eldstöðinni. Endur- bræðsla bergs getur naumast átt sér stað í gervigíg og eru því slík göng í gervigígum að jafnaði ekki gleruð innan. I gervigígum má oft finna kúlur fylltar leir og sandi, sem vafa- laust eiga rætur að rekja til þeirra jarðlaga, sem hraunið rann yfir. Slíkar kúlur fann ég í gervigíg austur í Landbroti fyrir mörg um árum. Reyndust þær innihalda kísilgúr og var auðvelt að greina fjölda kísilþörunga í þeim. Sams konar kúlur fann ég í Rauðhólum við F.lliðavatn, og var þar einnig um kísilgúr að ræða. Engum efa er bundið, að efni þetta er úr undirlagi hraunsins, því kúlurnar eru algerlega heilar og enginn möguleiki á, að gúrinn bafa komizt inn í þær eftir að þær mynduðust. Sigurður Þórarins-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.