Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 80

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 80
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN raun til að áætla fjölda verpandi fálka á sama svæði, eru Wayre og Jolly (1958), sem fundu sjö hreiður í notkun 1956, og Stevens (1953), en hann fann ekki eitt einasta hreiður 1948. Dementiev (1951) telur, að eggjafjöldi fálkans sé nátengdur fæðumagni. Cade (1960) færir rök að því, að breytileg viðkoma og stofnstærð fálka stjórnist fyrst og fremst af stofnstærð helztu fæðutegundanna (rjúpna og ýmissa nagdýra) á hverjum tíma. Auð- sætt er, að fálkastofninn á íslandi er allbreytilegur frá ári til árs, og samkvæmt munnlegum upplýsingum dr. Finns Guðmundsson- ar er náið samband milli stofnsveiflna fálkans og rjúpunnar (Lago- pus mutus). Rjúpan er þýðingarmesta fæðutegundin á íslandi, og rjúpnastofninn hefur reglulegar tíu ára stofnsveiflur (Finnur Guð- mundsson 1960). Samkvæmt þessu má búast við, að margir fálkar verpi ekki þau ár, sem rjúpnastofninn er í lágmarki. Athuganir Stevens (op. cit), sem tókst ekki að finna neitt fálkahreiður 1948, og athuganir mínar 1968 — en þá frétti ég aðeins af einu verp- andi fálkapari — eru í samræmi við þetta. Rjúpnastofninn náði síðast hámarki árið 1966 samkvæmt upplýsingum Finns Guðmunds- sonar. Varptimi Eins og áður segir, fann ég mjög sjaldan hreiður með eggjum, og hef ég því áætlað tínrann, sem eggjunum er orpið, í samræmi við tíma þann, er ungarnir yfirgefa hreiðrin. Útungunartíminn er sagður vera 28—29 dagar (Manniche 1910, Hortling 1929, Witherby et al. 1958). Talið er, að ungarnir séu 7 vikur að verða fleygir (Dementiev 1960), og hefur mér tekizt að staðfesta þetta í einu tilfelli. Samkvæmt þessu verpir fálkinn á tímabilinu frá aprílbyrjun og fram í fyrstu daga maímánaðar (1. mynd). Athug- anirnar benda til þess, að varp hefjist á nrjög svipuðum tíma ár hvert. Árið 1964 voraði óvenju snemma, og vorið 1966 var miklu harðara en í meðalári. Hefur þetta eflaust valdið þeim frávikum, sem koma fram í varptíma fálkans þessi ár. Eggin virðast yfirleitt klekjast fyrir maílok og ungarnir byrja að yfirgefa hreiðursyllurnar í lok júnímánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.