Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 60
48
NÁTTÚRUFRÆÐ INGURINN
3. mynd. Perufísi
(Lycoperdon pyri-
forme), annar skorinn
þvert. í dökkum peru-
belgnum má sjá gleypu
og gleypusúlu, og ljósa
undirgleypuna í peru-
hálsinum.
Ljósm. H. Kr.
Kapillurnar langar, greinóttar, ógataðar, allt að (i it á þykkt, frem-
ur litlitlar. Gróin gulbrún, kúlulaga, alveg slétt eða með einunr smá-
nabba, oft með dropa í miðju. Mýslisstrengir oft áberandi, einkum
ef sveppurinn vex á stubbum.
Vex oftast í hópum eða knippum á fúnum og mosavöxnum trjá-
stubbum, eða á jörðinni í grennd við þá, stundum einnig á rótum
iifandi trjáa og á skógarstígum. Hittist einnig utan skóganna t. d. á
gömlum vegum.
Perufísið er rnjög vel aðgreint frá öðrum físitegundum, bæði að
vaxtarstöðum, útliti og innri gerð. Þó getur jrað stundum líkst mjúk-
físi (L. molle) í útliti og vex stundum á sömu stöðum og það, t. d.
á skógarstígum. Oftast má þó aðgreina tegundirnar með því að at-
huga litinn á undirgleypunni í perustafnum, en smásjárskoðun gró-
anna er að sjálfsögðu öruggasta leiðin.
Útlit tegundarinnar er nokkuð lrreytilegt eftir vaxtarstöðum. Þau
eintök sem vaxa á bersvæði eru oftast dekkri, með grófari og dekkri
vörtum en skógareintökin, og sjaldan eins reglulega perulaga. Meg-
ineinkenni tegundarinnar eru þó alla jafna mjög skýr.
Perufísið er algengt í skógum Evrópu og Norður-Ameríku. í Nor-