Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
25
þann tíma, sem það tók að byggja upp þessa 200 metra þykku grá-
grýtislög. Segja má, að hraunin séu eins alla leið gegnum þennan
200 m þverskurð.
Frumsteinar í grágrýtinu eru, eins og sjá má af sniðinu: plagio-
klas, pyroxen ólívín og málmur, en auk Jjess koma í ]wí fyrir geisla-
steinar (zeolítar), sem myndast hafa í berginu sem útfellingar í liol-
um löngu eftir að hraunin runnu. Þeir koma ekki fyrir í eístu,
yngstu lögunum. í um 120 m dýpi undir yfirborði tekur að bera
á ummyndun í gleri og votta fyrir holufyllingum, ])ó er það mismun-
andi mikið og í sumum hraunanna neðan við þetta dýpi sést það
ekki. Það er fyrst neðan við 170 m dýpi sem holufyllingar verða
almennar og einnig zeolítar. Aðeins ein tegund zeolíta kemur fyrir í
þeim sýnishornum, sem ég hef athugað og virðist það vera kabasit
(Chabazite). Holurnar eru oft að hálfu fylltar smákristölluðu (mikro-
kristalinu) eða dulkristölluðu (kryptokristallínu) efni en zeolitarnir
eru ofan á því og í „þaki“ holunnar. Holufyllingarnar hafa ekki
verið einangxaðar fyrir neinar sérrannsóknir, en engar sýnilegar
breytingar verða á þeim niður til botns í holunni.
A 201,15 m dýpi byrjar millilag milli grágrýtislaganna og er það
0,36 m þykkt. Ekki fæ ég betur séð en að þar sé um jökulberg (tillit)
að ræða. Bergið þar fyrir neðan er ])ó líkt því, sem fyrir ofan er enda
þótt ætla megi að aldursmunur sé töluverður.
Segulstefna.
Við atlniganir á segulstefnu í berginu kemur í ljós að segulstefn-
an er rétt (N) ofan frá og niður á 164 m dýpi en snýst þar við og
verður öfug (R) og er, það er séð verður aðeins í einu hrauni. Svo
verður segulstefnan aftur rétt niður að jökulbergslaginu en breyt-
ist aftur fyrir neðan það og verður öfug (R) og helzt svo til botns
í holunni. Talið er að síðasta breyting segulstefnunnar hafi orðið
fyrir um 700.000 árum, en það þýðir að grágrýtið allt á þessum stað
ofan frá og a. m. k. niður á 164 m dýpi er yngra en þetta og hafa
því þessi hraun sennilega runnið á síðasta hlýskeiði jökultímans, en
þessi staður er núna um 90 m neðan við núverandi sjávarmál, en
botn holunnar um 148 m neðan við það. Jafnframt þessu var mæld
eðlisþyngd bergsins og sýnir hún sáralitlar breytingar, en eðlisþyngd
bergs er veigamikið atriði í sambandi við ýmsar framkvæmdir svo
sem stíflugerð, liafnarframkvæmdir o. fl.