Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 71
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURl N N
59
Jón Jónsson:
Eldborgir undir Geitahlíð
Inngangur
Þær eru raunar fleiri en tvær eldborgirnar nndir Geitahlíð austan
við Krísuvík, skaxnmt frá mörkum Gullliringusýslu og Árnessýslu,
en Stóra- og Litla Eldborg heita þær eigi að síður, og hvor þeirra
á sína sögu. Þó nágrannar séu eru þær harla ólíkar um margt.
Slóra Eldborg
Stóra Eldborg er einhver fegursti hraungígurinn á öllu Suðvest-
urlandi hún er yfir 50 m há yl'ir næsta umhverfi og gígurinn er um
30 m djúpur. Borgin er hlaðin úr hraunkleprum og gjalli og hin
fegursta ná11úrusmíði.
Stóra Eldborg er raunar suðvesturendinn á gígaröð, sem stefnir
norðaustur — suðvestur eins og nær allar gígaraðir liér sunnanlands.
Sunnan Geitahlíðar er þessi gígaröð aðeins um 350 m löng, en önn-
ur gígaröð er norðan við Geitahlíð, uppi á fjallinu, í beinu fram-
haldi af þessari og er sú að minnsta kosti eins löng, en gæti raunar
liafa verið mun meira, því yngri hraun, kornin ofan af Lönguhlíð
hafa þar runnið yfir. Af þeim sökum má nú heldur ekki sjá hversu
tnikið hraun hefur runnið frá þessum eldborgum, en sjálfar eru
þær ekki stórar. Hafi hraun runnið úr þeim svo teljandi sé, hefur
það runnið niður af fjallinu um svonefndan Sláttndal austan við
Geitahlíð, en yngri hraun þekja nú það svæði.
Sunnan undir Geitahlíð eru gígirnir aðallega tveir, sem hraun
hefur runnið úr. Er það Stóra Eldborg sjálf og annar stór gígur alveg
við hana norðan megin. Svo eru nokkur gígahrúgöld, sem liggja út
frá þeim á beinni línu og enda utan í hlíðinni fyrir ofan. Lítið hraun
hefur frá þeim runnið. Megin eldvarpið er Stóra Eldborg og áður-
nefndur gígur við hliðina á henni. Frá þeim hafa hraunstraumar
runnið, frá Fddborg sjálfri um undirgöng að suðaustan, en kviku-
strókar hafa byggt hana upp, en frá hinum gígnum eftir eldrás mik-
illi.