Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1972, Blaðsíða 32
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN aðeins í kvenhatta, sögðu menn; kvenlólkið fer varlega með hattana og fer ekki með þá út í rign- ingu. — Snjóhvítur fífuflói er fallegur, fífan hylgj- ast fagurlega í golu. Hún er líka falleg í vendi. Þarf að tína liana snemma, áður en „fífan fýkur“ og hárin fara að losna og hengja upp til þerris á loftgóðum stað. Fífuvendir endast vel og lralda lit jafnvel árum saman. Fífuhárin eru silkigljáandi, því að loftfyllt hárin endurkasta birtunni. Að áliðnu sumri verða blöð fífunnar, einkum klófífu, mó- gljáandi eða jafnvel fagurrauð, eins og nöfnin rauð- broti og rauðbreyskingur benda til. Færist þannig snemrna haustlitur á brokflóana. Hér á landi vaxa tvær fífutegundir, þ. e. hrafnafífa (öðru nafni ein- hneppa) og klófífa (eða marghneppa), Hrafnafífa ber eitt ax eða fífukoll á enda stöngulsins, en klófífan fleiri, oft 3—5, sem sitja á mislöngum stilkum og hanga niður með aldrinum. Eru fífurn- ar því auðþekktar sundur, en oft vaxa þær hvor innan um aðra. Hrafnafífan er algeng í mýrurn og oft aðalgvasið á sendnum, nýgrónum árflæð- um. Klófífan vex mjög víða á votlendi, bæði á láglendi og til fjalla og heiða. Eru sums staðar talsverðir brokflóar inni á há- lendinu og þá aðallega klófífa. Nafnið brok á einknm við blöð hennar. Hún er öllu stórvaxnari, oft 20—40 cm á hæð, en hrafna- fífan um 20—25 cm að jafnaði. Blöð og stönglar fífunnar vaxa upp af öflugum, láréttum jarðslöngli með hliðargreinum. Vaxa að- eins blaðhvirfingar fyrstu árin, en blómstöngull fyrst á þriðja eða fjórða ári og deyr sprotinn venjulega eftir blómgun. Jarðsprotarnir valda því að fífan vex í samfelldum breiðum. Við blómgun eru blað- hvirfingablöðin mörg visnuð, en stöngullinn ber nokkur græn blöð og eru hin neðstu þeirra miklu lengri á klófífunni. Blöð hrafnafífu eru flöt í oddinn, en blöð klófífu þrístrend framantil, og eru oft mógljáandi og hringbeygjast aftur á bak. Klófífan er meiri hálendis- jurt en hin; vex jafnvel upp í allt að 2900 m. hæð yfir sjó í Ölp- unum. Báðar vaxa víða í norðlægum löndum Evrópu, Asíu og Ame- ríku og hátt til fjalla sunnar, t. d. í Alpafjöllum, Pyreneafjöllum, Karpatafjöllum og Appenínafjöllum. Erlendis eru til fleiri fífu- tegundir. 2. mynd. Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.