Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 32
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN aðeins í kvenhatta, sögðu menn; kvenlólkið fer varlega með hattana og fer ekki með þá út í rign- ingu. — Snjóhvítur fífuflói er fallegur, fífan hylgj- ast fagurlega í golu. Hún er líka falleg í vendi. Þarf að tína liana snemma, áður en „fífan fýkur“ og hárin fara að losna og hengja upp til þerris á loftgóðum stað. Fífuvendir endast vel og lralda lit jafnvel árum saman. Fífuhárin eru silkigljáandi, því að loftfyllt hárin endurkasta birtunni. Að áliðnu sumri verða blöð fífunnar, einkum klófífu, mó- gljáandi eða jafnvel fagurrauð, eins og nöfnin rauð- broti og rauðbreyskingur benda til. Færist þannig snemrna haustlitur á brokflóana. Hér á landi vaxa tvær fífutegundir, þ. e. hrafnafífa (öðru nafni ein- hneppa) og klófífa (eða marghneppa), Hrafnafífa ber eitt ax eða fífukoll á enda stöngulsins, en klófífan fleiri, oft 3—5, sem sitja á mislöngum stilkum og hanga niður með aldrinum. Eru fífurn- ar því auðþekktar sundur, en oft vaxa þær hvor innan um aðra. Hrafnafífan er algeng í mýrurn og oft aðalgvasið á sendnum, nýgrónum árflæð- um. Klófífan vex mjög víða á votlendi, bæði á láglendi og til fjalla og heiða. Eru sums staðar talsverðir brokflóar inni á há- lendinu og þá aðallega klófífa. Nafnið brok á einknm við blöð hennar. Hún er öllu stórvaxnari, oft 20—40 cm á hæð, en hrafna- fífan um 20—25 cm að jafnaði. Blöð og stönglar fífunnar vaxa upp af öflugum, láréttum jarðslöngli með hliðargreinum. Vaxa að- eins blaðhvirfingar fyrstu árin, en blómstöngull fyrst á þriðja eða fjórða ári og deyr sprotinn venjulega eftir blómgun. Jarðsprotarnir valda því að fífan vex í samfelldum breiðum. Við blómgun eru blað- hvirfingablöðin mörg visnuð, en stöngullinn ber nokkur græn blöð og eru hin neðstu þeirra miklu lengri á klófífunni. Blöð hrafnafífu eru flöt í oddinn, en blöð klófífu þrístrend framantil, og eru oft mógljáandi og hringbeygjast aftur á bak. Klófífan er meiri hálendis- jurt en hin; vex jafnvel upp í allt að 2900 m. hæð yfir sjó í Ölp- unum. Báðar vaxa víða í norðlægum löndum Evrópu, Asíu og Ame- ríku og hátt til fjalla sunnar, t. d. í Alpafjöllum, Pyreneafjöllum, Karpatafjöllum og Appenínafjöllum. Erlendis eru til fleiri fífu- tegundir. 2. mynd. Hrafnafífa (Eriophorum scheuchzeri).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.