Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
93
5. mynd. Ivort af útbreiðslu gjóskulaganna hr og landnámslagsins á nær-
svæðunt Heklu. Örvarnar sýna ás mestu þykktar. — Isopach map of Ihe acicl
tephra layers hr and VIIa-\-b in the Helila area. — From S. Thorarinsson, un-
published paper. The layer hr was erupled about the year 1170 from a source
in Hrafntinnuhraun. The layer VIIa + b (settlement layer) was erupted be-
tween 850—900 from sources in Hrafntinnusker (rhyolitic base) and north of
Laufafell (andesitic top).
Útbreiddasta öskulagið, sem ættað er af Torfajöklasvæðinu, er
landnámslagið svokallaða frá því snemma á landnámsöld (Sig. Þórar-
insson 1968). Öskulag þetta er tvílitt, ljóst neðst en dökkt efst, og
finnst víða í jarðvegssniðum á Vesturlandi (5. mynd). Upptök þessa
öskulags eru ekki þekkt með vissu, en Sigurður telur þau samkvæmt
fyrrgreindum heimildum örugglega vera á Hrafntinnuhraunasvæð-
inu. Gátan um upptök þessa lags er enn óráðin. Hér skal þó bent á
líkur fyrir því, hvar þeirra sé að leita.
Vitað er nærri með vissu, að Veiðivötn eru frá sögulegum tíma (Sig.