Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1972, Síða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 105 Þegar lífvera deyr, tekur hún að rotna fyrir áhrif gerla og sveppa, sem finnast allsstaðar í vatninu, einkum þó í botnleðjunni. Lífrænu efnin sem bundin eru í plöntum og dýrum brotna niður og berast uppleyst út í vatnið og verða áburður og næring handa nýrri líf- myndun. Þannig eru efnin á sífelldri hringrás: Ólífræn efni verða að plönt- um og dýrum, sem við rotnun verða aftur að ólífrænum efnum. Þessi hringrás er knúin orku frá sólarljósinu og þannig er lífið í stöðuvötn- unum að mestu óháð aðflutningi efna frá umhverfinu. Hinir einstöku hlekkir í hringrás lífveranna og efnisins eru mjög háðir og nátengdir hverjir öðrum, og það er mikilvægt að hafa það í huga, að plöntur, botndýr, fiskur og aðrar lífverur vatnsins eru liðir í flóknu samspili. Ef einhvers staðar á sér stað breyting á einum hlekk í keðjunni liefur það áhrif á þann næsta og þannig koll af kolli og jafnvægi alls kerfisins getur farið úr skorðum. HEIMILDARIT Elgmork, K. (Red); 1970: Liv i regulerte vassdrag, Kraft og miljd 1; 48 s, Oslo. Jensen, K. W. (Red); 1968: Sportfiskerens leksikon, Oslo. Ruttner, F.; 1963: Fundamentals of Limnology. Univ. Toronto Press; 295 s.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.