Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 35
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
111
3. mynd. Syndir fortíðarinnar — ferðamánnaþorp í Yellowstone.
þessa að svo miklu leyti og á þann hátt, sem skili þeim óspilltum
og til yndisauka fyrir ókomnar kynslóðir.“ Þetta hefur reynzt erfið-
ara verkefni en margan grunaði við setningu laganna. Ýmsar þær
aðgerðir, sem áður þóttu eðlilegar og sjálfsagðar, svo sem að greiða
götu ferðamanna með byggingu gistirýmis, vegalagningu og ann-
arri aðstöðu innan friðlýstu svæðanna, eru nú dæmdar vanhugsaðar
og reynt að hverfa frá þeim eða bæta úr annmörkum þeirra. Sókn
ferðamanna inn á svæðin tók stökkbreytingu á árunum um og eftir
1950 í kjölfar vaxandi frítíma alþýðu og almennra samgöngubóta.
Á árinu 1970 var talið að 170 milljónir manna hali komið á svæði
í umsjá Þjóðgarðastofnunarinnar, þar af hátt í 2 milljónir í Yellow-
stone-þjóðgarðinn, og fellur meginþungi þessa straums á 2—3 sum-
armánuði. Enn ltefur ekki verið gripið til beinna takmarkana á
aðgangi fólks að svæðunum, en ýmsar óbeinar ráðstafanir verið