Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 40
114
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
angrað ríki í ríkinu. Ank röskunar af völdum ferðamanna, sem hér
var á minnzt, rignir yfir þá mengun úr andrúmsloftinu eða hún
berst frá nærliggjandi vatnasvæðum, og gegn slíku verða engar stað-
bundnar skorður reistar. Örlög náttúru þjóðgarðanna eru þannig
samofin þeirri glímu, sem háð er utan þeirra við afleiðingar af
víðtækri umhverfisröskun, og ekki er heldur laust við, að vandinn,
sem við er glímt, hafi sínar félagslegu hliðar, en út í þá sálma verður
ekki farið hér.
Við íslendingar stefnum í vaxandi mæli að því, að friðlýsa svæði
til verndar náttúru þeirra og til útivistar fyrir fólk með vaxandi
frístundir frá brauðstriti. Við þurfum frá byrjun að reyna að gera
okkur grein fyrir, liver notin eiga að verða og haga stjórnun og
skipulagi livers svæðis í samræmi við það. í því sambandi er æski-
legt að læra sem mest af reynslu annarra þjóða, austan hafs og
vestan. En það eitt verður ekki nóg, eigi vel til að takast. Náttúra
lands okkar er sem betur fer afar sérstæð í mörgu tilliti, og góð
þekking á henni er og verður undirstaða farsællar náttúruverndar
og skynsamlegrar nýtingar á gæðum láðs og lagar. Einnig við eig-
um perlur á borð við Yellowstone, sem okkur er skylt að varð-
veita óskemmdar „til yndisauka fyrir ókomnar kynslóðir.“
Myndir eru höfundar eða fengnar lijá National Park Service.
SUMMARY
Yellowstone and some problems of national parks^
by
Hjörleifur Guttormsson, Neskaupstadur Museuin of Natural History, Mýrar-
gata 37, Neskaupstadur, Iceland.
In the autumn 1971 tlie author together with two other Icelanders was in-
vited hy the Independence Foundation in Philadelpliia to visit the United
States för the purpose of studying the work and organization of the National
Park Service. — In this article the author describes the wonders and natural
features of tlic Yellowstone National Park, where the national park idea cele-
brated its lOOth anniversary earlier this year. — There is a short account on
the management and work of the National Park Service and the difficulties
due to tourism, which are now facing the natural areas under its control. The
significance of these areas for ecological research and protection ancl main-
tainance of threatened species is underlined. — It is important lör Icelancl to
make use of tlie experience of other nations in planning the management of
its present and forthcoming natural areas, but at the same tirne it should
develope an independent conservation policy based on research and knowledge
oi the country’s specific conditions.