Náttúrufræðingurinn - 1972, Qupperneq 61
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
135
ára gamalt. Sýnir þetta, að eldvirkni hefur verið mikil á svæðinu
milli Lönguhlíðar og Bláfjalla eftir að Heiðin há hætti gosum og
eftir að Búrfellshraun rann.
Hólmshraun III er ekki ósvipað Hólmshrauni I fljótt á litið, en
inniheldur miklu meira ólívín, og er á því auðvelt að greina þessi
hraun að.
Samsetningu htaunsins má ráða af eftirfarandi:
Plagioklas .................................... 43,8%
Pyroxen ....................................... 36,4%
Ólívín ........................................ 12,3%
Málmur (opaques)............................... 7’3%
Þunnsneið nr................................ 109
Taldir punktar ............................. 414
Eðlisþyngd um 2,8.
Hnyðlingar finnast í þessu hrauni en ekki er mikið um þá. Ein-
staka stórir feldspatdílar koma fyrir í hrauninu.
Hólmshraun IV.
Þetta hraun hefur fallið í samfelldum straumi yfir Hólmshraun
III frá vesturhorni Selfjalls, og endar í mjóum tanga við tjörnina
vestur af Silungapolli. Það nær óvíða 500 m breidd og er norðan til
aðeins um 200 m og þaðan af minna. Það er áberandi meira dílótt
en Hólmshraun I og Hólmshraun III. Nokkuð er um ólívíndíla í
því og má vel greina þá með berum augum. Á því svæði sem liér um
ræðir kemur Hólmshraun IV ekki fyrir nema á ofannefndu svæði.
Samsetningu þess má ráða af eftirfarandi:
Plagioklas ................................ 38,1%
Pyroxen ................................... 40,5%
Ólívin .................................... 10,2%
Málmur (opaques)........................... 10,9%
Summa...................................... 99,7%
Taldir punktar............................. 666
Þunnsneið ................................ 112
Eðlisþyngd 2,76.