Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1972, Side 65
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 139 norður af og mynda þá mikla hraunbreiðu, sem á kortinu er nefnd Húsfellsbruni, en hraun þau, sem nefnd eru Hólmshraun og Skúla- túnshraun eru raunar hluti af þessum mikla hraunfláka. Nokkrar þessara eldstöðva eru stórkostlegar myndanir eins og t. d. Eldborg austan við Drottningu. Tæpum 3 km sunnar eru eldvörp, sem á kort- inu hafa ekkert nafn. Þar eru 8 gígir á nær hringlaga svæði, og er einn þeirra mestur. Einn gígur er svo nokkuð utan við þessa þyrp- ingu. Ég held, að líta verði á þessa gígaþyrpingu sem eina eldstöð, því hraunrennsli virðist a. m. k. á tímabili hafa verið úr öllum þess- um gígum, en óvíst er að það hafi verið samtímis. Hraunin frá þessum eldvörpum hafa runnið norður af vestan Bláfjalla og lítið eitt vestur ávið yfir hraun frá Heiðinni há, en þau hverfa brátt undir yngri hraun og er ekki vitað að til þeirra sjáist eftir það. Líklegt er, að eitt- hvað af hrauni frá Heiðinni há hafi líka runnið norður af vestan við Bláfjöll, en óvíst er með öllu hversu langt jrau hafa náð. Geta má þess hér, að lnaun Jrað í Heiðmörk, sem á kortinu er nefnt Stríps- hraun, hygg ég vera úr Þríhnúkum komið. Þess skal hér með jrakklæti getið, að kort ])að, er grein þessari fylgir, hefur Jón Eiríksson jarðfræðinemi teiknað fyrir mig með frábærri nákvæmni. HEIMILDARIT Jónsson, J. 1963: Hnyðlingar í íslenzku bergi. Náttúrufr. 33: 9—22. — 1971: Hraun í nágrenni Reykjavíkur, I Leitahraun. Náttúrufr. 41: 49—63.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.