Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 66

Náttúrufræðingurinn - 1972, Page 66
140 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingólfur Davíðsson: Skarfakál hefur mörgum bjargað! Skarfakál er frægt frá fornu fari. í sænskri urtalækningabók frá 18. öld stendur: „í hinnm köldustu löndum fá menn oft sjúkdóm, sem gerir þá svo máttvana, að þeir geta varla hreyft legg né lið. Tann- holdið þrútnar og blæðir úr því. Tennur losna. Allir líkamsvessar spillast. Þegar vorar, skreiðast þessir vesalingar á fjórum fótum út úr kofum sínum til að leita að skarfakáli sér til bjargar. Ef þeir finna það og eta dálítið af því, styrkjast þeir brátt og geta jafnvel gengið uppi'éttir heim aftur“. Hér er greinilega lýst lækningamætti skarfa- káls gegn skyrbjúgi, sem fyrrum var algengur og hættulegur sjúk- dómur í norðlægum löndum, einnig hér á landi. Sjómenn áttu líka oft við skyrbjúg að stríða á langferðum, þegar nýmeti var þrotið. Skarfakál (Cochlearia officinalis) er alkunn jvart hér á landi. Það vex aðallega við sjávarsíðuna í eyjum, sjávarklettum og klungri. Einnig kringum bæi í Strandasýslu og víðar. Á stöku stað vex smávaxið skarfakál langt frá sjó, jafnvel í fjöllum og innundir jökla. Það þolir vel seltu og líka sterkan áburð, t. d. fugladrit. Verður mjög grósku- mikið í fuglabjörgum og varpeyjum og geta þá blöð þess orðið 5—9 cm breið. Sauðfé verður mjög feitt af skarfakáli, en fitan þykir hálf- væmin. Skarfakál er mjög harðgerð jurt, dökkgræn með beizku bragði. Leggur af því sinnepslykt, ef það er marið. Stöngull skarfakáls er uppréttur, greinóttur og stórgáróttur. Elest blöðin standa í hvirfingu við jörð, þau eru stilklöng, nýrlaga eða hjartalaga, heilrend eða smábugótt. Stöngulblöð stilklaus, mjög breytileg að lögun, oft aflöng eða egglaga. Krónublöð hvít, hérum- bil helmingi lengri en bikarinn, 4 að tölu eins og á öðrum jurtum krossblómaættar. Stundum slær rauðleitum blæ á krónublöðin. Aldinskálparnir eru hnatt- eða egglaga. Ýmis afbrigði skarfakáls eru hér til (sjá Flóru). Skarfakál er 20—60 cm á hæð, blómgast í maí— júní. Venjulega fjölært, en þó stundum tvíært. Blöðin eru allþykk og haldast stundum græn allan eða mestallan veturinn. Það grær snemma á vorin. Fræin berast með fuglum og hafstraumum. Bend-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.