Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7 Fæðurannsóknir á þorsk og ýsu undan ströndum Norður-Noregs (Wiborg, 1960) leiddu í Ijós, að fæða þessara tegunda var nokkuð mismunandi, þó að þær hefðu veiðst á sama stað. Rauðátan var þar einnig mikilvægasta fæðudýrið. Hjá ýsuseiðunum mynduðu mar- glyttur auk þess mikilvægan fæðuflokk. Hegðun fórnardýrsins (fæðudýrsins) hefur að dómi Maraks (1960) mikil áhrif á, hversu aðgengilegt það er sem fæða. Stærð svifdýrsins virðist þó vera mikilvægasti þátturinn viðvíkjandi nýtingu þess sem fæðu. Val eftir tegundum sé ekki til að dreifa. Fæðan með tilliti til stöðva Með það fyrir augum að athuga mismunandi fæðuval einstakra tegunda er ekki nægjanlegt að bera saman fæðu fisktegundanna á stóru svæði í einu. Breytileg dreifing fæðudýra eða fisktegunda getur leitt til rangrar niðurstöðu varðandi sérfæðu viðkomandi fisktegundar. í því skyni að grafast nánar fyrir um séreinkenni í fæðuvali umræddra fisktegunda, væri því ráð að ræða nánar fæðu fiskseiðanna með tilliti til stöðvanna. í töflunum (tafla 1—5) má sjá fjölda einstakra fæðudýra umreiknaðan á tíu fiska. Ennfremur er gert ráð fyrir samanburði milli áts (mælt í fjölda fæðudýra á hverja tíu fiska) og fjölda veiddra fiska á hverri stöð, með það fyrir augum að fá nokkra ábendingu um, hvort fjöldi fiskseiðanna sé meiri á stöðvum með heppilegum fæðuskilyðum. Mælikvarði þessa fjölda er fjöldi hverrar tegundar veiddur á 0.5 srn vegalengd. Þorskur Fæðusvið þorsksins er nokkuð mismunandi með tilliti til stöðva. Greinilegt er, að sú smávaxna krabbafló, Acartia, nýtur mikillar liylli þorsksins sem fæða (tafla 1). Aðrar fisktegundir, sem nýta einnig Acartia sem aðalfæðu, éta á sömu stöðvum miklum mun minna af þessari krabbafló en þorskseiðin. Á stöðvum, þar sem fjöldi Acartia er minni en 500 stk./lO fiska, helur þorskurinn oftast étið rnikið magn af Verruca (hrúðurkarlslirfa) til viðbótar. Þorsk- urinn verður greinilega að éta mjög mikið magn af Acartia til þess að fullnægja fæðuþörf sinni. Fyrst þegar þetta uppáhaldsfæðudýr er ekki fyrir hendi (kjafti) í nægjanlegu magni eru önnur fæðudýr
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.