Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
7
Fæðurannsóknir á þorsk og ýsu undan ströndum Norður-Noregs
(Wiborg, 1960) leiddu í Ijós, að fæða þessara tegunda var nokkuð
mismunandi, þó að þær hefðu veiðst á sama stað. Rauðátan var þar
einnig mikilvægasta fæðudýrið. Hjá ýsuseiðunum mynduðu mar-
glyttur auk þess mikilvægan fæðuflokk.
Hegðun fórnardýrsins (fæðudýrsins) hefur að dómi Maraks (1960)
mikil áhrif á, hversu aðgengilegt það er sem fæða. Stærð svifdýrsins
virðist þó vera mikilvægasti þátturinn viðvíkjandi nýtingu þess sem
fæðu. Val eftir tegundum sé ekki til að dreifa.
Fæðan með tilliti til stöðva
Með það fyrir augum að athuga mismunandi fæðuval einstakra
tegunda er ekki nægjanlegt að bera saman fæðu fisktegundanna á
stóru svæði í einu. Breytileg dreifing fæðudýra eða fisktegunda
getur leitt til rangrar niðurstöðu varðandi sérfæðu viðkomandi
fisktegundar. í því skyni að grafast nánar fyrir um séreinkenni í
fæðuvali umræddra fisktegunda, væri því ráð að ræða nánar fæðu
fiskseiðanna með tilliti til stöðvanna. í töflunum (tafla 1—5) má
sjá fjölda einstakra fæðudýra umreiknaðan á tíu fiska.
Ennfremur er gert ráð fyrir samanburði milli áts (mælt í fjölda
fæðudýra á hverja tíu fiska) og fjölda veiddra fiska á hverri stöð,
með það fyrir augum að fá nokkra ábendingu um, hvort fjöldi
fiskseiðanna sé meiri á stöðvum með heppilegum fæðuskilyðum.
Mælikvarði þessa fjölda er fjöldi hverrar tegundar veiddur á 0.5 srn
vegalengd.
Þorskur
Fæðusvið þorsksins er nokkuð mismunandi með tilliti til stöðva.
Greinilegt er, að sú smávaxna krabbafló, Acartia, nýtur mikillar
liylli þorsksins sem fæða (tafla 1). Aðrar fisktegundir, sem nýta
einnig Acartia sem aðalfæðu, éta á sömu stöðvum miklum mun
minna af þessari krabbafló en þorskseiðin. Á stöðvum, þar sem
fjöldi Acartia er minni en 500 stk./lO fiska, helur þorskurinn oftast
étið rnikið magn af Verruca (hrúðurkarlslirfa) til viðbótar. Þorsk-
urinn verður greinilega að éta mjög mikið magn af Acartia til þess
að fullnægja fæðuþörf sinni. Fyrst þegar þetta uppáhaldsfæðudýr er
ekki fyrir hendi (kjafti) í nægjanlegu magni eru önnur fæðudýr