Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 16
10
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
fæðudýra í neinum mæli. Þessa undantekningu má skýra svo, að
seiðin á stöðvum 1 og 19 eru tiltölulega stór, meðallengd 96 rnm
og 92 mm og gætu af þeim sökum haft litla tilhneigingu til að
leggja sér hina smávöxnu Evadne til munns, þó að hún hafi verið
til staðar á stöð 1 (sbr. töflu 4). Aftur á móti er Evadne hentug j
aðal- eða aukafæða fyrir minni ýsuseiðin, svo sem á stöð 40, en þar
var meðallengd þeirra 33.5 mm.
Ysuseiðin veiddust í nokkru magni á aðeins einni stöð (st. 8).
Þessi stöð býður einnig upp á hentugust skilyrði til fæðuöflunar
eins og fjöldi fæðutegunda og mergð hverrar fæðutegundar um sig
geia til kynna. Stöð 19 virðist hins vegar bjóða upp á óhentug
skilyrði, enda veiddust þar fæst ýsuseiði. Það eru því líkur á, að
ýsuseiðin lialdi sig fremur á þeim stöðvum, þar sem hentug skilyrði
til fæðuöflunar eru til staðar, en forðist fæðusnauðar stöðvar.
Þegar á heildina er litið virðast ýsuseiðin ekki leggja sérstaka
„matarást" á einhvern ákveðinn fæðuhóp, iieldur éta það sem er
til staðar og liggur innan viðráðanlegra stærðarmarka.
Kolmunni >'
Ljósátan er fastur þáttur í fæðu kolmunnans (tafla 3). Að öðru
leyti étur hann helst önnur krabbadýr (Amphipoda, rauðáta) í
nokkru magni. Þar sem krabbadýrin eru sjaldgæf grípa hin tiltölu-
lega stóru kolmunnaseiði til annarra fiskseiða sem fæðu. En vegna
margfaldrar stærðar, og þar með næringargildis, miðað við krabba-
dýrin, vega seiðin þungt á metunum sem fæða, þótt ekki sé fjöldi
þeirra mikill.
Greinilegt er, að kolmunnaseiðin leita í meira mæli á fæðuríkar
stöðvar og forðast þær fæðusnauðu, að undantekinni stöð 4, þar sem
ekki er um fæðuskort að ræða, en þó lítið um kolmunnaseiði.
Hvað fæðuöflun snertir líkjast kolmunnaseiðin rneir ýsuseiðum
en þorskseiðum, einkum að því leyti, að þau sérhæfa sig ekki telj-
andi á einn ákveðinn fæðuhóp.
Karfi
Rauðátan er mikilvægasta fæða karfaseiðanna á flestum stöðvum
(tafla 4). Þau éta einnig krabbaflóalirfur (nauplius) á mörgum
stöðvum og í meira mæli en hinar fisktegundirnar. Ennfremur