Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 36
30
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
TAFLA 2
Ef?iagreining gerð á
stœrsla sýninu i L 71-19.
sbr. 2. mynd.
Fumiko Shido
efnagreindi.
L 71-19 II
að það er með góðu rnóti hægt að líta á L
71-19 sem eina gosmyndun, þ. e. orðna til í
einu gosi.
Smásjárathugun var gerð á fjórum þunn-
sneiðum úr L 71-19. Bergið var dulkornótt
og að hluta gler, en á víð og dreif sjást dílar
(þ. e. stórir krystallar, er hafa myndazt í kvik-
unni áður en gos varð), plagíóklas, olivín og
ágít. Til samanburðar voru athugaðar þrjár
aðrar þunnsneiðar úr sama botnsýni (úr
sömu molurn og voru efnagreindir) og enn-
fremur þrjár úr L 73-41 og sex úr L 73-42,
alls þrettán þunnsneiðar af tólf molum. Mælt
var hlutfallslegt magn díla í hverri sneið og
á 3. mynd er sýnd dreifing á magni plagíó-
klass og ólivíns í botnsýnunum þremur. Er
hér enn sem áður, að um meiri breidd er að
ræða í magni díla en vanalegast er, þó ekki
sé það beint sjaldséð. Breytingar innan livers
botnsýnis fyrir sig eru sambærilegar, og í
heild bendir bergfræði botnsýnanna heldur
til þess, að hér er um sömu gosmundun að
ræða.
Niðurstaða þessara bollalegginga er sú, að suðvestur af Eldeyjar-
boða eða nálægt 63° 26' n.br. og 23° 50' v.l. hafi gosið mjög nýlega,
hversu nýlega fer eftir því, hvernig túlkuð er sú staðreynd, að ekki
sér nein ummerki um botndýr á sýnishornunum. Eftir þeim upp-
lýsingum, sem við höfum, virðist ekki hægt að skýra þetta öðruvísi
en að þarna hafi gosið einhvern tíma á árunum 1970—1971. Það
veikir nokkuð þessa niðurstöðu, að um 11 km eru á milli töku-
staða botnsýna, sem virðast vera úr sömu gosmyndun. Þó kann að
hafa gosið á fleiri stöðum í einu. Leifar botndýra í L 73-42 og 41
er auðvelt að skýra þannig, að botndýrin hafi sezt þar að á Jwí 2/,
ári, sem leið frá Jrví L 71-19 var tekið.
Ekki er kunnugt um, að nokkur hafi orðið goss var við Eldeyjar-
boða á þessu tímabili. Hér ber |)ó að geta þess, að tveir flugmenn
Loftleiða töldu sig hafa séð neðansjávargos við Eldeyjarboða árið
196G. Jarðfræðingar báru Jpetta fljótlega til baka. Ég hafði nýlega
sío2 49.82
Ti02 1.78
ai2o3 14.00
Fe203 2.20
FeO 11.19
MnO 0.22
MgO 6.84
CaO 11.02
Na20 2.28
KoO 0.17
lJ2Ofl 0.16
H20- 0.06
HoO+ 0.29
Cr203 0.01
100.04