Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 38
32 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Reykjaneshrygg (Þ. Thoroddsen 1925, Sig. Þórarinsson 1965). Vitað er með vissu um tíu gos á þessu svæði, og a. m. k. þrisvar hafa myndazt eyjar, sem síðan hafa skolazt burt aftur, eða 1211, 1422 og 1783. Staðarákvörðun þessara gosa er oftast rnjög óviss, þó er hægt að segja nokkuð nákvæmlega til um, livar þær eldstöðvar eru, sem gosið hafa síðustu tvær aldir, þ. e. árin 1783, 1830, 1879, 1884 og 1926. Nýey, eða svo hét eyjan, sem myndaðist árið 1783, er af flestum talin hafa verið þar, sem nú er Eldeyjarboði eða þar í nánd (sbr. Þorv. Thoroddsen 1925). Frekari könnun á heimildum leiðir í ljós, að það getur varla verið rétt. Séu bornar saman fjarlægðarmælingar liinna þriggja dönsku skipstjóra, sem hafa greint frá gosinu, þá er ekki urn annan stað að ræða en neðansjávarhrygg þann, sem er um 30 km SV af Eldeyjarboða, sjá 4. mynd. Þessi sjávarhryggur er um 10 km á lengd og 2—3 kni á breidd; minnsta dýpi er 41 m. Hér er gert ráð fyrir, að fjarlægðareining skipstjóranna, 1 míla, sé gömul sjómíla eða 7,4 km, en að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstöðu- manns Sjómælinga íslands, er nær öruggt, að danskir sjómenn hafa á þessum tímum notazt við hana. Standast þá flestar mælingar skip- stjóranna, t. d. segir Mindelberg, skipstjóri á Boesand (sjá ítarlegar tilvitnanir hjá Sigurði Þórarinssyni, 1965), að Nýey sé 814 mílu réttvísandi suðvestur af syðsta Geirfuglaskerinu (Geirfugladrangi). Einnig segir hann, að blindsker, sem ekki rísi upp fyrir sjávarmál, sé l3/8 mílu NNA af eynni, en þar er einmitt um hrygg að ræða, þar sem dýpi er minnst 22 m, og brýtur oft á slíkum blindskerj- um. Magnús Stephensen (1785) taldi Nýey hafa verið nálægt 63° 20' n.br. og 354° 20' v.l. (miðað við Hierro, Kan.). Eftir ofangreindri niðurstöðu hefur eyjan verið u. þ. b. á 63° 17' n.br. og 24° 11' v.k, er þá breiddargráðan svo til rétt hjá Magnúsi, en lengdargráðan fjarri lagi. Mindelberg skipstjóri taldi Nýey hafa verið um 800 m Ö/o mílu) í breidd. Ef þetta er rétt, þá hefur Nýey verið mjög svipuð á stærð og Jólnir, sem myndaðist 1966 í Surtseyjareldum. Örlög þessara tveggja eyja urðu hin sömu, Jólni skolaði sjórinn burt, áður en níu mánuðir voru liðnir frá myndun eyjunnar, og að öllum líkindum hefur Nýey náð svipuðum aldri. Dýpi er nú um 20 m þar sem Jólnir var, en 41 m þar sem Nýey kom upp. Björn Gunnlaugsson (1830) staðsetti gosið, sem varð árið 1830 á Reykjaneshrygg. Aðstæður voru ekki góðar til mælinga, en sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.