Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 38
32
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Reykjaneshrygg (Þ. Thoroddsen 1925, Sig. Þórarinsson 1965). Vitað
er með vissu um tíu gos á þessu svæði, og a. m. k. þrisvar hafa
myndazt eyjar, sem síðan hafa skolazt burt aftur, eða 1211, 1422
og 1783. Staðarákvörðun þessara gosa er oftast rnjög óviss, þó er
hægt að segja nokkuð nákvæmlega til um, livar þær eldstöðvar eru,
sem gosið hafa síðustu tvær aldir, þ. e. árin 1783, 1830, 1879, 1884
og 1926.
Nýey, eða svo hét eyjan, sem myndaðist árið 1783, er af flestum
talin hafa verið þar, sem nú er Eldeyjarboði eða þar í nánd (sbr.
Þorv. Thoroddsen 1925). Frekari könnun á heimildum leiðir í ljós,
að það getur varla verið rétt. Séu bornar saman fjarlægðarmælingar
liinna þriggja dönsku skipstjóra, sem hafa greint frá gosinu, þá er
ekki urn annan stað að ræða en neðansjávarhrygg þann, sem er um
30 km SV af Eldeyjarboða, sjá 4. mynd. Þessi sjávarhryggur er um
10 km á lengd og 2—3 kni á breidd; minnsta dýpi er 41 m. Hér er
gert ráð fyrir, að fjarlægðareining skipstjóranna, 1 míla, sé gömul
sjómíla eða 7,4 km, en að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstöðu-
manns Sjómælinga íslands, er nær öruggt, að danskir sjómenn hafa
á þessum tímum notazt við hana. Standast þá flestar mælingar skip-
stjóranna, t. d. segir Mindelberg, skipstjóri á Boesand (sjá ítarlegar
tilvitnanir hjá Sigurði Þórarinssyni, 1965), að Nýey sé 814 mílu
réttvísandi suðvestur af syðsta Geirfuglaskerinu (Geirfugladrangi).
Einnig segir hann, að blindsker, sem ekki rísi upp fyrir sjávarmál,
sé l3/8 mílu NNA af eynni, en þar er einmitt um hrygg að ræða,
þar sem dýpi er minnst 22 m, og brýtur oft á slíkum blindskerj-
um. Magnús Stephensen (1785) taldi Nýey hafa verið nálægt 63° 20'
n.br. og 354° 20' v.l. (miðað við Hierro, Kan.). Eftir ofangreindri
niðurstöðu hefur eyjan verið u. þ. b. á 63° 17' n.br. og 24° 11' v.k,
er þá breiddargráðan svo til rétt hjá Magnúsi, en lengdargráðan
fjarri lagi. Mindelberg skipstjóri taldi Nýey hafa verið um 800 m
Ö/o mílu) í breidd. Ef þetta er rétt, þá hefur Nýey verið mjög
svipuð á stærð og Jólnir, sem myndaðist 1966 í Surtseyjareldum.
Örlög þessara tveggja eyja urðu hin sömu, Jólni skolaði sjórinn
burt, áður en níu mánuðir voru liðnir frá myndun eyjunnar, og
að öllum líkindum hefur Nýey náð svipuðum aldri. Dýpi er nú
um 20 m þar sem Jólnir var, en 41 m þar sem Nýey kom upp.
Björn Gunnlaugsson (1830) staðsetti gosið, sem varð árið 1830
á Reykjaneshrygg. Aðstæður voru ekki góðar til mælinga, en sam-