Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
33
kvæmt mælingu Björns var gosmökkurinn á 63° 29' 54" n.br. og
25° 57' 16" v.l. Hér er miðað við París, miðað við Greenrvich er
lengdargráðan 23° 37' 02" v.l. Sé sjókortið hins vegar skoðað 1.
mynd) getur ekki hafa gosið á þessum stað nýlega, botninn er
marflatur og engar mishæðir að sjá. Líklegast er, að staðarákvörð-
un Björns sé of austlæg, og gosið hafi á hryggnum, sem er aðeins
um 4 km í VNV þaðan (4. mynd). Kemur þetta heim og saman
við þær upplýsingar Þorvaldar Thoroddsen (1925), að eldstöðvarn-
ar séu um 4 km frá Eldeyjarboða.
Eldstöðvarnar frá 1879 voru aldrei staðsettar nákvæmlega, en
sagt, að þær væru nálægt Geirfuglaskerjum (Heilbrigðistíðindi Jóns
Hjaltalíns 1879). Fjarlægð var talin um 12 vikur sjávar frá Höfn-
um, en 8 vikur skemmstu leið frá yzta tanga Reykjaness. Þorsteinn
Sæmundsson, stjörnufræðingur, segir, að 1 vika sjávar hafi verið
breytileg mælieining frá einum tíma til annars, en á 19. öld hafi
hún sennilega gilt það sama og ein míla, eða 7,4 km. Eftir þessu
að dærna ættu gosstöðvarnar frá 1879 að hafa verið um 60 knr frá
yzta tanga Reykjaness, eða nálægt Eldeyjarboða. Þetta stangast illa á
við hina fullyrðinguna, að gosið hafi verið nálægt Geirluglaskerj-
um, og eins stenzt heldur ekki, að 4 vikur (30 krn) séu á milli
Hafna og Reykjaness, miðað við stefnu á Geirfuglasker. Sé hins
vegar gert ráð fyrir, að ein vika sé hér um 4 km (4 vikur sé sama
og u. þ. b. 15 knr, sem er fjarlægðin á milli Hafna og Reykjaness),
þá er fjarlægðin frá yzta tanga Reykjaness að gosstöðvununr um
30 km, senr er skamnrt SV af Geirfuglaskeri, eins og sýnt er í 4.
nrynd.
Frásagnir af gosi á Reykjaneshrygg árið 1884 stangast allmikið á
(fsafold 1884). Vitavörðurinn á Reykjanesi og ýnrsir aðrir nrætir
nrenn töldu sig hafa uppgötvað nýja eyju, að sjá norðvestan við
Eldey. Þetta var í lok júlí. Áhafnir tveggja skipa, er konru á vett-
vang í ágúst, urðu einskis vísari. Ýnrsir menn í landi sáu samt enn
eyjuna og töldu lrana vera nálægt Geirfuglaskerjum. Ýmislegt við
þessar frásagnir er nreð ólíkindum, t. d. sást aldrei neitt gos. Sanrt
verður varla gengið á nróti vitnisburði nrargra nranna. Gert er ráð
fyrir gosstöðvunr þessunr við Geirfuglasker og þær merktar þannig
á 4. mynd, þótt raunar sé mjög í óvissu, hvar þær eru.
Loks er að geta frásagnar um lítið gos, senr varð í júní 1926
(Sigurður Þórarinsson 1965), skanrnrt NA af Eldey. Nokkrir sjó-
3