Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 47
N ÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
41
Jón Jónsson:
Sprungurnar í Lómagnúpi og fleira
Varla hefur nokkur sá, er litið hefur Lómagnúp, hvort heldur er
úr fjarlægð eða frá rótum þess fagra fjalls, getað annað en veitt
athygli skorum þeim og skörðum, sem eru í hamraveggnum framan
til í núpnum og ná gegnurn bergið ofan frá og niður úr, þar til
brekka og skriður taka við (1. mynd).
Mest áberandi er austasta (fremsta) skarðið, sem heitir Titlings-
skarð. Á þessum stað hefur skriða mikil (Hlaupið) fallið úr fjallinu
og nær hún langt út á sand. Það mun hafa gerzt laust fyrir 1790.
Sé farið inn með Lómagnúp að austan, kemur í ljós, að sprung-
urnar liggja gegnum fjallið. Hér er því um að ræða sprungubelti
með nokkru misgengi, sem liggur gegnum núpinn og án efa til-
heyrir meginbrotlínukerfi landsins. Þarna koma því óvenjulega vel
fram brot í berggrunni landsins sjálfs. Skal nú vikið að nokkrum
stöðum öðrum á þessum slóðurn, þar sem sjá má slík brot og mis-
gengi.
í Kálfafellsheiði austur af svonefndum Fornaselskrók má sjá mis-
gengi með stefnu norðaustur-suðvestur. Það kemur einkar vel fram
í klettum við foss í litlum læk, senr rennur vestur í Laxá. Misgengið
í hömrunum er um 12 m og fossinn fellur eftir sjáli’u misgenginu
(2. mynd). Þarna hefur áður runnið meira vatn og grafið nokkurra
metra djúpa skoru eftir misgenginu endilöngu. Þessu víkur þannig
við, að Jregar Rauðabergshraun rann niður dalinn, Jrar sem Djúpá
rann og rennur eftir, lokaði Jrað farvegi árinnar. Þegar hún kom
aftur í dalinn varð hún að grafa sér farveg á ný. Þá flæmdist hún
fyrst víðs vegar um hraunið og m. a. féll Jrá kvísl úr henni eftir
Jressu misgengi og vestur í Laxá. Þetta má sjá af farvegum í hraun-
röndinni og eins af grjóti úr hrauninu, sem þessi kvísl úr Djúpá
bar með sér alla leið vestur að Laxá, Jrar sem Jrað ásarnt sandi og
möl myndar dálitla flata keilu. Ákveðnar staðreyndir, sem ekki
verða raktar hér, benda til þess að Rauðbergs- og Núpahraun hafi