Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 54
48
NÁTTÚRUFRÆÐINGURÍNN
berin og nasla þau. liragðið batnar mikið eftir að þau hafa frosið.
Bragð hinna rauðu steinaldina sortulyngsins (lúsamunnlinganna)
batnar líka eftir frostnætur á haustin. Sums staðar við lygnar víkur
og smáfirði vaxa breiður af eini alveg niður að fjöru og breiða sig
út á steinana.
Skyldi einir hvergi rétta sig verulega upp hér á landi?
Sums staðar mun eini hafa verið eytt af völdum manna og búfjár.
Kristín frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, alin upp í Grímsnesi, segir
um eini: „Kýrnar átu eini til holda. Það var viðaður einir upp í
heiði. Konu þótti gott, ef hún reif á einn hest. Sagt var að einir-
inn þyrfti 20 ár til að vaxa. Nú er hann alveg uppurinn, rifinn
upp með rótum.“ Þórður Flóventsson, Svartárkoti í Bárðardal, ólst
upp á Hafursstöðum í Axarfirði, segir: „Gefið einite stundum.
Sauðfé er vitlaust í eini (í harðindaárum).“ Ummæli Kristínar og
Þórðar um einirinn eru tekin úr jrætti Halldóru Bjarnadóttur
„Hollt er heima hvað“ í tímaritinu „Heixna er bezt“, nóv. 1971.
Af eini eru til ýmis afbrigði og mun hér langalgengast fjalla-
afbrigðið J. communis nana, sem venjulega er jarðlægt. Af eini
eru taldar um 60 tegundir á norðurhveli jarðar og eru sumar jxeirra
væn ti'é. Erlendis er talið að karltrén af venjulegum eini verði mun
hávaxnari en kvenplönturnar. í Miðjarðarhafslöndunum vex Sa-
bínaeinir eða eitureinir (Juniperus sabina). Hafa greinar-
endar hans verið notaðir til fóstui'eyðingar („ramulus sabina“). Er
í eini þessum mjög eitruð alkóhóltegund og olli notkunin oft slys-
urn fyrr á tímum. Eitureinir var einnig notaður gegn gigt, höfuð-
verk og til húðhreinsunar, og var hann allvíða ræktaður í klaustur-
görðum. Siðar einnig í skrautgörðum, t. d. í Danmörku. Viður
blýantsein isins (Juniperus virginiana), frá sunnavei'ðum
Bandaríkjunum, er írotaður í blýanta (blýantstré) og í vindlakassa.
Blýantseinir getur orðið allt að 30 m hátt tré í heimkynnum sínum,
en er mjög breytilegur, deilist aðallega í suðrænt og norrænt af-
brigði. Þrífst hið síðarnefnda allvel í Svíjrjóð og víðar á Norðui'-
löndum, og ber uppréttar greinar. Kínverskur einir (Juni-
perus cliinensis) er líka ræktaður í trjágörðum á Norðurlöndum.
Hann verður allt að 20 m hátt tré í heimkynnum sínum, Kína,
Japan og Mongólíu. En til eru líka af honum aíbrigði, sem skríða
að mestu við jörð, og eru sum hver ræktuð í steinhæðum. Líklega
eru þessar útlendu einitegundir of viðkvæmar hér og þurfa meiri