Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 62
56
N ÁT T Ú R U F RÆÐINGURINN
Vestan gljúfranna þarna kemnr nýja hraunið fram, en mjög brot-
ið, t. d. er smástapi úr því á barminum og djúpur gijúfurbotnlangi
á bak við, og svo er vesturveggur farvegsins unr Kvíar á parti út
þessu hrauni. En það er forn, breiður farvegur út í Ásbyrgi (sbr.
Sigurður Þórarinsson, 1959).
Þarna austan gljúfra er Lambafell, ílöng hálsbunga, eins og
þröskuldur á vegi árinnar og hlykkjast gljúfrin norðaustur fyrir
fellið, en í framhaldi af fellsendanum er lágur klapparhryggur út
heiðina. Fellsendinn og þessi hryggur hafa tilhneigingu til að hrinda
vatnsrennsli út í Ásbyrgi.
Lítið klettaþrep úr unga hrauninu er í vesturhlíð Lambafells,
en sunnar eru Skógarbjörg, glæsilegt hamral^elti úr kubbabergi,
upp í tveggja km langt. Yfirborðið er lítillega fáð helluhraun undir
þunnum móajarðvegi, en ofan á austurpartinum er þykkur malar-
hjalli (Gráimór) í framhaldi af hjöllum sunnar með ánni.
Rauðhólar, Hljóðaklettar og Forvaðakjaftsgígar
Þarna andspænis hefjast Rauðhólar í Jökulsárgljúfrum og liggja
í suðurátt. Nyrsta gíghólinn nefna sumir Dagmálahlíð og liggur
þunnt, hallandi hraunlag frá miðju hólsins, sem er mikið rofinn,
til norðurs í nýja hi'aunið. Til SSV liggja Rauðliólar, samvaxnar
gjallkeilur, og hefur áin rofið austurhlið hólanna næstum inn að
miðju að endilöngu. Koma þar fram sérkennilegar gosmyndanir,
svo sem 40—50 m há eldrás, trektlaga efst, hlaðin upp úr tvöfaldri
röð liggjandi stuðla.
Hljóðaklettar eru framhald Rauðhóla, skolaðir kubbabergskjarn-
ar, ef til vill úr gíghálsum, frægar náttúrusmíðar. Þeir liggja austur
yfir ána og hverfa undir stórgerðan malarhjalla. I framhaldi af
Klettunum skaga svo hraunbríkur og gjallstabbar rit úr gljúfra-
veggnum undan hnullungamelnum drjúgan spöl upp eftir og hálf-
kaffærð gígstrýta, Náttmálaklettur, stendur upp úr melnum. Sunn-
ar tekur við hraun.
Austur af eyðibænum Svínadal þrýtur hraunlagið og við tekur
900—1000 m löng bergstandaröð, sem liggur yfir gljúfrið og svo
suður eftir Forvaðakjaftsundirlendi. (Eyrar og lágir hjallar á botni
gljúfranna kallast undirlendi.) Þetta eru nafnlausir standar í heild,
gerðir úr kubbabergi og sveipstuðluðu hrauni, í engu frábrugðnir