Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 65
N ÁTTÚRUFRÆÐIN GURIN N
59
fells og Forvaðakjafts hálffyllist af djúpu, þunnfljótandi hraunflóði
og verður til mikil „hrauntjörn“, 6—7 km löng og 2—3 km breið.
Eru Skógarbjörg, Eyjan og fleiri hraunpartar leifar þessarar hraun-
fyllingar. En hraunið hefur ekki allt stöðvast þarna, heldur runnið
áfram norður árfarveginn, að líkindum allt norður á Jökulsársanda.
Einhvern tíma síðar hefur svo hlaðist ofan á allt saman mjög stór-
gerður hnullungamelur og sléttað yfir dalinn, og er þessi framburð-
ur nú varðveittur með hjálp klettaundirstöðu í breiðum melhjöll-
um. Áin hefur svo á ný brotið sér leið í gegnum þetta og sópað
ofan af mörgum gígum og hraunpöllum.
Um upptakastað þessara síðari hraunflóða gæti sýnst nokkuð á
huldu. Grjótháls, jökulsorfin hraundyngja, er að vísu upp og suður
af Svínadal og kallast hér Svínadalsháls. Hafa þaðan runnið miklir
grágrýtisstraumar fyrir ævalöngu, en ekki finnast neinar minjar
Eyjuhraunsins í Svínadalshálsi. Að vísu er að finna ofan á Eyjunni
i/9—l km norður af Svínadalstúni lága klettastapa úr ljósgráu, smá-
blöðróttu basalti með feldspatdílum upp í 6 mm, sem eru allt að
8—10% af brotsári. betta er gerólíkt Eyjuhrauninu og liggur ofan
á, en hefur brotnað upp og nálega allt sópast burtu. Líklega er
þetta hraun runnið frá ókunnri eldstöð norðvestan í Svínadals-
hálsi.
Vafalaust hefur eitthvert hraun runnið frá eldstöðvunum hér í
dalnum, en mesti hraunstraumurinn virðist hafa komið um farveg
Jökulsár sunnan um Forvaðakjaft, þrengslin, sem verða í árdaln-
um milli Svínadals og Hólmatungna.
Hraunleifar í suðurhluta Jökulsárgljúfra
Ung hraun eru þó lítt áberandi í allt að 7 km löngum árdalnum
sunnan við Forvaðakjaft, heldur ber mest á fornum grágrýtisstöll-
um. Rúman kílómetra suður af Forvaðakjaftsgígum eru þó Klappir
í Hólmatungum úr ungu hrauni. Hér er þó flest á kafi í geysilöng-
um malarhjalla. í Sveig milli Þórunnarfjalla er svo Langabjarg,
mikill flötur úr þessu hrauni, þakinn stöllóttum melhjöllum.
Austan ár eru samsvarandi hraunleifar aðeins Vígabjarg og Rétt-
arbjarg í Forvöðum, hamrar þekktir úr ferðamannalýsingum. Björg-
in eru 20—25 m há út að ánni, bjargfóturinn úr fallegu stuðlabergi,
um 4 m háu, en efri hlutinn úr sveipóttu kubbabergi. Bungótt