Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
67
af hjöllum og botnlögum stöðuvatns, sem staðið hefur uppi á daln-
um.
Réttast er að setja þetta stöðuvatn í samband við jökulgarðaröð
á vesturbrúnum Svínadals og Vesturdals. En jaðar suðaustlægs jök-
uls virðist hafa legið við þessa hauga, sem ná slitrótt langleiðina
norður undir Áshöfða og um þvera Landsheiði milli Hafursstaða
og Landsbæjanna. Mikið uppistöðulón hefur orðið til á Svínadal,
trúlega þegar jökulröndin hopaði frá þessum haugum vestan Svína-
dals í hlýnandi veðurfari. Lónið hefur haft afrennsli vestan Larnba-
fells og vafalítið út þangað, sem nú er Ásbyrgi. Spurningin er, hvaða
áhrif afrennsli lónsins hefur hal’t á gljúfurgerð í Ásbyrgi, sem stend-
ur á brotlínum, einkum ef það hefði tæmst skyndilega í hlaupum.
Fróðir menn telja Reykjahlíðaröldurnar við Mývatn frá Búða-
skeiði (Sigurður Þórarinsson, 1962a; 1962b; Þorleifur Einarsson,
1968). Þessi jöklaframrás gæti þá verið frá Álftanesskeiði fyrir tæp-
um 12000—12500 árum, enda þótt slitróttar minjar um eldri kyrr-
stöðu sé að linna út alla ströndina: um Ferjubakka, Skinnastað,
Sandfellshaga, Daðastaði, Einarsstaði og ef til vill Kópasker.
2) Þegar Rauðhólagígaröðin þarna í gljúfrunum gaus fyrir allt
að 9000 árum, er trúlegt að gosefnin hafi stíflað ána um sinn,
einkum ef mikið hraun hefur fyllt farveginn norðaustan Lamba-
fells, þar sem áin lrefur þá runnið. Slík stífla gæti raunar beint ánni
norður farveginn um Kvíar og út í Ásbyrgi. Um þetta verður þó
ekki annað sagt en trúlegt sé, að áin hafi stíflast og einhvers staðar
fundið yfirfall til bráðabirgða.
3) Þegar Randarhólar norðan við Dettifoss gusu, er næsta lík-
legt að Jökulsá hafi stíflast um gossprunguna. Mikið vatn hefði
getað safnast á Norðmelseyrum, þ. e. í lægðina ofan við Selfoss, og
valdið flóðum, þegar hraunhöftin brustu.
4) Miklir og stórgerðir malarhjallar hafa lilaðist ofan á ungu
hraunflákana beggja vegna ár. Ungur áfoksjarðvegur á þessum hjöll-
um fer varla yfir 50 cm þykkt og öskulög eru aðeins 2-4. En segja má,
að meðalþykkt jarðvegs, sem hér hefur þróast eðlilega frá því jöklar
hörfuðu, sé a. m. k. 150 cm og öskulög upp í 10—15. Slíkir hjallar
eru í Hólmatungum, Forvöðum, Mosum og Bægistaðamýri gegnt
Svínadal og Vesturdal, Lambafellsmó, á austuröxl Áshöfða og víðar.
Hjallarnir gætu hugsanlega verið frá þeim tíma, þegar áin rann
ofan á lítt brotnum hraununum og hlóð leiknmikið undir sig, þó