Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 73

Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 73
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 67 af hjöllum og botnlögum stöðuvatns, sem staðið hefur uppi á daln- um. Réttast er að setja þetta stöðuvatn í samband við jökulgarðaröð á vesturbrúnum Svínadals og Vesturdals. En jaðar suðaustlægs jök- uls virðist hafa legið við þessa hauga, sem ná slitrótt langleiðina norður undir Áshöfða og um þvera Landsheiði milli Hafursstaða og Landsbæjanna. Mikið uppistöðulón hefur orðið til á Svínadal, trúlega þegar jökulröndin hopaði frá þessum haugum vestan Svína- dals í hlýnandi veðurfari. Lónið hefur haft afrennsli vestan Larnba- fells og vafalítið út þangað, sem nú er Ásbyrgi. Spurningin er, hvaða áhrif afrennsli lónsins hefur hal’t á gljúfurgerð í Ásbyrgi, sem stend- ur á brotlínum, einkum ef það hefði tæmst skyndilega í hlaupum. Fróðir menn telja Reykjahlíðaröldurnar við Mývatn frá Búða- skeiði (Sigurður Þórarinsson, 1962a; 1962b; Þorleifur Einarsson, 1968). Þessi jöklaframrás gæti þá verið frá Álftanesskeiði fyrir tæp- um 12000—12500 árum, enda þótt slitróttar minjar um eldri kyrr- stöðu sé að linna út alla ströndina: um Ferjubakka, Skinnastað, Sandfellshaga, Daðastaði, Einarsstaði og ef til vill Kópasker. 2) Þegar Rauðhólagígaröðin þarna í gljúfrunum gaus fyrir allt að 9000 árum, er trúlegt að gosefnin hafi stíflað ána um sinn, einkum ef mikið hraun hefur fyllt farveginn norðaustan Lamba- fells, þar sem áin lrefur þá runnið. Slík stífla gæti raunar beint ánni norður farveginn um Kvíar og út í Ásbyrgi. Um þetta verður þó ekki annað sagt en trúlegt sé, að áin hafi stíflast og einhvers staðar fundið yfirfall til bráðabirgða. 3) Þegar Randarhólar norðan við Dettifoss gusu, er næsta lík- legt að Jökulsá hafi stíflast um gossprunguna. Mikið vatn hefði getað safnast á Norðmelseyrum, þ. e. í lægðina ofan við Selfoss, og valdið flóðum, þegar hraunhöftin brustu. 4) Miklir og stórgerðir malarhjallar hafa lilaðist ofan á ungu hraunflákana beggja vegna ár. Ungur áfoksjarðvegur á þessum hjöll- um fer varla yfir 50 cm þykkt og öskulög eru aðeins 2-4. En segja má, að meðalþykkt jarðvegs, sem hér hefur þróast eðlilega frá því jöklar hörfuðu, sé a. m. k. 150 cm og öskulög upp í 10—15. Slíkir hjallar eru í Hólmatungum, Forvöðum, Mosum og Bægistaðamýri gegnt Svínadal og Vesturdal, Lambafellsmó, á austuröxl Áshöfða og víðar. Hjallarnir gætu hugsanlega verið frá þeim tíma, þegar áin rann ofan á lítt brotnum hraununum og hlóð leiknmikið undir sig, þó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.