Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 99
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
93
aftur síðast í apríl. Fjöldinn verður jafnvel meiri í maí en í apríl,
þótt áfram sé kalt í veðri. Bendir þetta til þess, að bjöllurnar fylgi
hækkandi sól og séu ekki jafnháðar hitastigi og aðrir dýrahópar.
A seinna hitatímabilinu (sjá línurit 8) fjölgar köngulóm einnig
mikið. Þær eru mikið á kreiki, og fundust fullorðin dýr mjög
snemma. En næturfrostin í maí virðast liafa haft í för með sér
mikinn köngulóadauða við Rauðavatn.
Framkvæmd var könnun á landliðdýrum í Esju sumarið 1973,
nánar tiltekið í sniði upp með Mógilsá. Var dýrum safnað í júlí,
ágúst og september. Fróðlegt er að bera saman fjcilda dýra og hlut-
fallslegt magn hinna einstöku hópa í Esju og við Rauðavatn (tafla
fi). Annars vegar þegar mest var við Rauðavatn 21. apríl, og hins
vegar um hásumarið í Esju, t. d. 14. júlí. Sá staður í Esju, sem
tölur eru notaðar úr, er í u. j). b. 100 m hæð, og virðast aðstæður
þar vera svipaðar og við Rauðavatn að mörgu leyti.
TAFLA 6
Sýndur er meðalfjöldi dýra í gildru á viku
Esja Við Rauðavatn
Fjöldi % Fjöldi %
Bjöllur .................. 18 52,0 0,4 1,2
Tvívængjur ............... 10,6 30,0 28,6 93,5
Köngulær ................. 6 16,3 1,8 6,0
Langfætlur ............... 0,6 1,7
Alls 35,2 30,8
Tölurnar benda til Jress, að dýralífið eigi eftir að aukast, jregar líða
tekur á sumar. En merkilegra er það, hve hlutföllin breytast mikið.
Tvívængjum fækkar mikið og bjöllum fjölgar gífurlega. Við j)cnnan
samanburð verður þó að hafa í huga mun á umhverfi hinna tveggja
staða.
Skýringar við taflu 5:
1) Þessar tegundir hafa ekki fundi/t hér á landi áður.
2) Þessi teguncl hefur aðeins fundizt einu sinni áður hér á landi, við Selja-
landsfoss, 24. 8. 1967 (C. Lindroth).