Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 103
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
97
Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi:
Fuglar beita ýmsum brögðum í sjálfsvörn
og við fæðuöflun
(Sjónarvottar segja frá)
Ég, sem þessar línur rita, hef oft furðað mig á því, þegar ég hef
verið að glugga í fræðibækur um fugla, live lítið er þar sagt frá
veiðiaðferðum þeirra, sem þó geta verið býsna ólíkar, eftir því hvað
umhverfið er auðugt eða snautt af þeirri fæðu, sem þeir helst
girnast. Á aðra hlið er þar líka sjaldan að finna glöggar lýsingar
á varnaraðferðum þeirra sín í milli og við óvini, sem eru ófleygir.
Þetta tvennt er þó sannarlega girnilegt til fróðleiks og spennandi
að fylgjast með því, þó oftast verði endalokin þau, að lítilmagn-
inn verður að láta í minni pokann. Og þar sem ég veit, að ýmsir
lesendur Náttúrufræðingsins Itefðu ekkert á móti því að heyra frá-
sagnir manna, sem bæði liafa sagt mér og skrifað ýmislegt um þetta
efni og óneitanlega er athyglisvert, þá gef ég þeim nú orðið. í þeirri
von, að lesandi minn hafi af því eitthvert gagn og einnig stundar-
gaman.
Fyrst kemur þá Hinrik ívarsson í Merkinesi í Höfnum. Hann
er fæddur veiðimaður, athugull með afbrigðum, og þar á ofan
gamansamur, svo af ber. í bréfi, sem hann skrifar mér 22. sept.
1973, segir hann meðal annarra orða:
„Ég þakka þér kærlega tímaritið „Týli“, er þú sendir mér. Ég
hló að frásögninni um svaninn, sem sýndi rebba hnefaréttinn, og
sá þann síðar nefnda — í huganum — á flótta, með skottið í háa-
lofti. Ég lánaði einum vini mínum, sem heitir Þór Guðbrandsson,
þetta til að líta í. Þegar ég svo kom til hans næst, þakkaði hann
mér mæta vel fyrir og sagði mér eftirfarandi sögu, til sanninda-
merkis um, að tófur hræðast álftir, eins og sjálfan andsk o t a n n
Nri hefði hann sjálfur orðið vitni að því.
Það var í fyrravor, sem hann var í minkaleit í Héðinsfirði, ásamt
7