Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 104

Náttúrufræðingurinn - 1974, Side 104
98 N ÁTT Ú R UFRÆÐINGURINN öðrum manni, sem aðallega var að svipast eftir refum. Þeir fundu gren, sem tófa hafði lagt í, en öl 1 fjölskyldan var farin, enda var komið eitthvað fram í júlí. Samt var þarna nýlegur umgangur, en þeir urðu hvergi varir við neitt kvikt í nágrenni þess. Félagi hans lagðist samt við grenið, því meiri líkur voru á því, að eitthvað af dýrunum legðu leið sína þar um eða í nágrenni þess. Þór hélt aftur á móti áfram að snuðra eftir minkum, með hundinum, sem hann hafði. I dalnum, sem þarna er, rennur á til sjávar úr stóru stöðuvatni. Milli vatns og sjávar er talsverður grjótsandsfláki, og þar niður við sjóinn er skipbrotsmannaskýli, sem þeir höfðu bækistöð sína í. Fyrst gekk Þór fyrir enda vatnsins og meðfram því hinum megin, alla leið að skýlinu. Þar hitaði hann sér kaffi og fékk sér bita. Að því loknu ætlaði hann til lélaga síns með hressingu handa honum. Þegar liann gekk með vatninu sá hann, að þar syntu álftahjón með þrjá unga. Þær voru á þeim enda vatnsins, sem nær var sjónum, og voru mjög rólegar. En þar sem hann var nú að sötra kaffið sitt, og horfði út um glugga, sem sneri að vatninu, sér hann hvar kemur stærðar yrðlingur þeysandi og stefnir að vatninu þeim megin ár- innar, sem hann var. Hvergi var þarna afdrep eða mishæð á sand- inum, svo hann sá strax, að ekkert þýddi að komast í veg fyrir djöfsa, en reiknaði alveg eins með, að yrðlingurinn legði leið sína með vatninu og sömuleiðis ánni, og kæmi þá í færi við sig. Hann grípur því byssu, sem þarna var í skýlinu, lætur skot í og er við- búinn að hlunka á hann, ef hann kænri í færi. Sér hann þá, hvar önnur álftin hefur sig til flugs með miklum bægslagangi og flýgur rnjög lágt með miklu gargi og stefnir beint á yrðlinginn. Þegar rebbi litli sér þessar aðfarir, breytir hann um stefnu og tekur nú strikið beint á skýlið og fer í loftköstum sitt á hvað í ótal krókum. En skessan, sem elti hann, var ólíkt stirðari í snúningum og náði aldrei til að snerta hann. Eg dáðist að því, hvað yrðlingurinn var eldsnöggur að beygja, áður en álftin var komin alveg að honum. Þannig barst leikurinn óðfluga að skýlinu, og þegar yrðlingurinn var kominn í gott færi, sendi ég honum banaskotið. Álftinni varð svo hverft við hvellinn, að hún tapaði fluginu og tyllti sér á sand- inn, en snör var hún á loft aftur og hefur áreiðanlega komið sneypuleg til konu og barna úr þessum leiðangri. Þór bætti því við, að hann hefði orðið að beita sig hörðu, til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.