Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 112
106
N Á T 7’ Ú RUFRÆÐINGURINN
því, hefðu aðrir sagt mér það. Daginn eftir fann ég stærðar lamb
í þeirri á, sem þeir flugu með, og var lítið annað en gæran og beina-
grindin eftir af því. En þetta sannar, hve sumar máltíðir, sem þeir
færa ungum sínum, eru kjarnmiklar.
Hér er svo að lokum samtal við enn einn veiðimann og náttúru-
skoðara, Sigurð Gunnarsson frá Arnarnesi í Kelduhverfi, tekið á
segulband árið 1970:
„Þú sagðir mér eitt sinn, Sigurður minn, að þú hefðir horft á
snæuglu á sendlingaveiðum. Mér þætti fróðlegt að heyra þá frásögn
og þó einkum vegna þess, að nú er óttast um að hún sé alveg að
hverfa úr íslensku fuglahjörðinni, og er að því mikill sjónarsviptir."
„Það var að vetrarlagi, í mars 1955, ef ég man rétt, þá tók ég
eftir snæuglu, sem var að eltast við einhvern smáfugl, á skör við
Lónin, skammt norðan við Arnarnes. Ég var staddur nálægt bæn-
um og snaraðist inn eftir sjónaukanum mínum. Þá sá ég glöggt,
að luin var að leika sér að sendlingi þarna á skörinni. Hún sleppti
honum annað veilið og hann flögraði frá henni, en svo réðst hún
alltaf á hann og barði hann niður. Skyndilega grípur hún hann
og flýgur með hann upp á talsvert háan staur, sem þar var stutt
frá, og sest þar. Eftir nokkur augnahlik sleppir hún honum og
hann flögrar nokkra metra burtu. Það leyndi sér ekki, að hann
gat ekki lengur flogið. Snæuglan lét hann þó aldrei fara langt, áður
en hún réðst á hann og tók hann. Og ekki gat ég betur séð en hún
plokkaði hann stundum, því ljaðrir losnuðu af honum. Þannig
gekk þetta talsverða stund. I hvert sinn, sem hún réðst á hann,
virtist hún alltaf berja liann niður. Hún virtist leika sér að honum,
alveg eins og köttur að mús. Að lokum llaug hún með hann burtu
og livarf, enda slæmt sýni á henni.
Svo var það nokkrum dögum síðar, að ég kom sunnan úr Garði
og var kominn dálítið út með ánni á heimleið. Þá kemur þessi sarna
ugla aðvífandi og sest á eyri, svona fímmtíu faðma frá mér. Hún
var oft að þvælast við ána og Lónin, enda var þar frekast veiðivon.
Hún virtist snjóhvít, falleg og tignarleg. Það var orðið talsvert
rokkið og því vont sýni á henni. Ég held áfranr í hægðum mínum
og gef henni gætur. Allt í einu flýgur lnin og kemur svífandi,
skammt frá mér. Ég var staddur hjá svokölluðum Mosalæk, senr er
alltaf auður, og þar eru oft sendlingar. Og þarna var einn, sem