Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 119
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
113
nokkurt hraun með vissu til þeirra. Þó rennir mann í grun, að
aldursmunur sé verulegur á eldri gosstöðvunum og þeim yngii, og
má ráða það af eftirfarandi: Ljóst er, að næstsyðsti gígurinn til-
heyrir fyrra gosinu og hefur hraun úr síðara gosinu runnið inn í
hann að austan og rnyndað þar dálitla hrauntjörn. í gjallstálinu
sunnan í þessum gíg rná (eða mátti) vel greina sprungur, með
nokkru misgengi, sem náðu upp í gegnum gjallið, en ekki sáust á
yfirborði. Þessar sprungur stefna samsíða sigdalnum, sem áður er
nefndur. Ekki sést votta fyrir slíkum sprungum í yngri gígunum.
Þetta sýnir, að sprungur hafa náð að brjóta þessa eldri gígi áður
en síðara gosið hófst. Einnig sýna gróðurleifar þær, er síðar verður
getið, að nokkur tími hefur liðið milli gosa. Svo aftur sé vikið að
eldri gosmyndunum má geta þess, að ljóst er að það gos hefur
byi jað sem öskugos. Þetta má sjá af um 0.65—0.80 m þykku lagi,
senr liggur ofan á áðurnefndu moldarlagi og undir gjallinu (4.
mynd). Það lag samanstendur af lítið eitt grænleitunr, frenrur fín-
um vikri, og innan unr hann er firnin öll af örfínum hárum úr
gleri. Þessi hár eru nefnd Peles-liár og er það nafn komið frá
Hawaiieyjum og kennt við eldgyðjuna Pele. Ekki er mér kunnugt
unr, að getið sé unr þess konar myndanir nenra á þrenr stöðunr í
hérlendum heimildunr. Fyrst er þess getið í lýsingu séra Jóns Stein-
grímssonar á Skaftáreldum. Þar segir svo: „14. (júní 1783) var logn,
dreif hjer þá miklum sandi yfir allt með enn meiri hárum, en vart
var við í fyrra regninu, þann 9., þau voru svartblá og íglittin að
lengd og digurð sem selshár —--------; þau urðu ein breiða yfir jörð-
ina og þar þau féllu á eyðisanda og vindur komst undir þau, saman-
vöfðust þau í aflanga hola ströngla“. Þannig l'arast séra Jóni orð.
Af lýsingu lians er ljóst, að þarna var um Peles-hár að ræða. Thor-
oddsen (1925) getur þess, að í Öskjugosinu mikla 1875 hafi á
Grímsstöðum fallið aska með „eine Menge ineinandergervickelter
brauner Glasfáden, die auf dem Wasser schwammen, fast eine Elle
lang waren und groben Pherdehaar glichen". Naumast verður á
greinilegri lýsingu kosið og alls enginn efi getur verið á því, við
livað er átt. Loks kom þetta fyrir í Surtseyjargosinu, aðallega síð-
asta fasa þess í ágúst 1967 (Thorarinsson 1967). Svo aftur sé vikið
að Óbrinnishólum má geta þess, að nákværn athugun á ljósbroti í
glerþráðunum sýndi 1.578, er ákvarðað var í einlitu ljósi (nD 1.578).
Samkvæmt Moorhouse (1959) þýðir þetta, að glerið inniheldur um
8