Náttúrufræðingurinn - 1974, Síða 121
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
115
Kom þá í ljós, að hraun það, er komið hefur í fyrra gosinu, er
mjög ólíkt hrauninu iir því síðara. Aftur á móti er það svo líkt
Búrfellshrauni, að það verður naumast frá því skilið. Kemur þetta
hvað greinilegast fram, þegar taldar Jiafa verið steintegundir á ltáð-
um hraunum, eins og sjá má af töflunni hér á eftir:
TAFLA 1
I II
Plagioklas 39.48% 38.95
Pyroxen 32.96% 32.55
Ólívín 15.47% 8.82
Málnrur (opaques) . . . . 11-18% 19.68
Ólívín dílar 4.37% 3.02%
Plagioklas dílar 0.59% 1.99%
Taldir punktar 1366 1656
I er Óbrinnishólar eldri, II Búrfellshraun.
í eldra Óbrinnishólahrauninu er ólívín áberandi og oft í kristöll-
um, senr eru 3—5 mm í þvermál. Innan í jreim koma oft fyrir
picotit kristallar alveg eins og í Búrfellshrauni. Að vísu er þetta
algengt í nrörgum hraunum á Reykjanesskaga og í grágrýtinu, en
í yngra Óbrinnishúlahrauninu og í Kapelluhrauni finnst það ekki,
svo að ég viti. Ekkert annað hraun veit ég svo áberandi líkt Búrfells-
hrauni.
Um aldur fyrra gossins í Óbrinnishólum er ekki vitað. Nokkur
jarðvegur hefur verið kominn ofan á jökulurðina, þegar það skeði,
en svo fátæklegur er jarðvegurinn þar sums staðar enn í dag, að
slíkt gefur ekki rniklar upplýsingar. Samkvæmt rannsóknum Guð-
mundar Kjartanssonar (1972) er aldur Búrfellshrauns um 7200 C14
ár.
Vel gæti fyrra gosið í Óbrinnishólum hafa orðið á sama tíma.
Vaknar því sú spurning: Er það tilviljun ein að hraunin eru svona
lík að gerð eða er það kannski vegna þess, að samtímis gaus á báð-
um stöðum? Ekki verður með vissu sagt, hvað margir gígir hafa
myndast í lyrra gosinu á þessum stað, en þrír haf'a þeir verið
a. m. k. Af þeirn hafa tveir algerlega horfið undir gjall frá síðara
gosinu.