Náttúrufræðingurinn - 1974, Qupperneq 130
124
N ÁTTÚRUFRÆÐTN GURINN
fræðingur í hópinn, og var síðan lialdið í Dyrhólaey undir lians leiðsögn. Dyr-
liólaey er mynduð á svipaðan hátt og Surtsey við a. m. k. tvö gos í sjó fyrir
síðasta jökulskeið. Við Dyrhólaey galst gott tækifæri til að skoða ýmsa sjó-
fugla, þ. á m. súlur í Máfadrang, silfurmáf og svartfugla. Nú var tekið að halla
degi, og var jtví haldið rakleiðis í tjaldstað í landi Nýjabæjar í Landbrotshól-
um skammt sunnan Kirkjubæjarklausturs. Laugardaginn 30. júní var ekið aust-
ur urn Síðu og Eldhraun og austur Skeiðarársand sem komist varð, eða allt
austur undir Skeiðará. A þessari leið er að sjálfsögðu margt jarðfræðilegra
fyrirbæra, og má þar einkum nefna sjálf jökulvötnin og sandana. A bakaleið
var höfð viðkoma við Lómagnúp og Dverghamra á Síðu. Skyggni var slæmt
um daginn og sást lítið til fjalla. Um kvöldið gerði besta veður, og var þá
lialdið í Steinsmýrarflóð í Meðallandi og litið eftir fuglum. Þarna eru höfuð-
stöðvar keldusvíns á íslandi, en ekki urðu menn varir við jtann fugl, enda er
hann fádæma dulur í háttum. Sunnudaginn 1. júlí voru tjöldin felld og liaklið
af stað í átt til Reykjavíkur. A leiðinni voru m. a. skoðaðir Kötluhlaupafar-
vegir á Mýrdalssandi, komið við í Hjörleifshöfða og liugað að gróðri undir
Víkurhömrum. Síðla kvölds var komið til Reykjavíkur. Þátttakendur í Jtessari
ferð voru alls um 100. Leiðbeincndur voru Arnþór Garðarsson, Guttormur
Sigbjarnarson, Einar H. Einarsson og Sigurður Steinþórsson.
Sunnudaginn 15. júlí var farið austur í Þingvallasveit og litið eftir grösum
og silungi. Þátttakendur voru 46. Leiðbeinendur voru Jóhann Pálsson og Sól-
mundur Einarsson. Við Þingvallavatn kom Þór Guðjónsson til móts við hópinn
og hélt hann Jtar fróðlegt erindi um Þingvallavatn, lífriki Jtess, lifnaðarhætti
silungsins og silungsveiðar í vatninu.
Sunnudaginn 15. september var farin jarðfræðiferð í Esju, og var gengið
upp frá Mógilsá. Þátttakendur voru 20. Leiðbeinandi var Kristján Sæmunds-
son.
Útgáfustarfsemi
Náttúrufræðingurinn, tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags, kom út á ár-
inu sem hér segir: 42. árgangur (1972): 4. hefti, bls. 145—200 (56 bls.). 43. ár-
gangur (1973): 1.—2. hefti, bls. 1—124 (124 Itls.). Alls eru Jtetta 180 bls. Af-
greiðslu Náttúrufræðingsins, útsendingu fundarboða og innheimtu félagsgjalda
annaðist að venju Stefán Stefánsson bóksali.
Fjárhagur
Á fjárlögum fyrir árið 1973 voru félaginu veittar kr. 75.000,00 til starfsemi
sinnar. Styrkur Jtessi rann allur til greiðslu á útgáfukostnaði Náttúrufræðings-
ins.
Reikningar félagsins og sjóða Jteirra, sem eru í vörslu Jtess, fara liér á eftir.