Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.2003, Side 28

Skinfaxi - 01.10.2003, Side 28
Helena Ölafsdóttir landsliðsþjálfari Hvernig meturðu framhaldið miðað við stöðu liðsins í dag? ,,Ég er nokkuð sátt með flesta hluti fram að þessu. Það er kannski einna mest svekk- jandi að hafa ekki náð þremur stigum í Rússlandi því við áttum alla möguleika á því og værum þá í enn betri stöðu nú. Við erum samt í góðri stöðu í riðlinum og ég tel okkur eiga góða möguleika að komast í umspilið. Við eigum eftir að leika á móti Rússlandi og Frakklandi hérna heima sem eru erfiðir leikir en ef við náum að skapa góða stemmningu fyrir þessa leiki þá er allt hægt.“ Eldri stúlkurnar miðla af reynslu sinni Eins og þú segir þá verða töluverðar breytingar á liðinu þegar þú tekur við þar sem nokkrir fastamenn liðsins detta út. Þú tekur í staðinn ungar stelpur inn í liðið. Varstu ekkert smeyk við þessar breytingar? ,,Nei, alls ekki. Þessar stúlkur hafa verið að standa sig mjög vel og við eigum orðið fullt af góðum leikmönnum. Þá eru enn ákveð- nir leikmenn í liðinu sem hafa farið í gegn- um slíkar keppnir áður og þekkja vel til. Þær hafa vérið duglegar að miðla af reynslu sinni til þeirra ungu sem hefur skipt miklu máli fyrir liðið. Þetta er stelpur sem eru miklir leiðtogar og geta því gefið mikið af sér eins og t.d. Ásthildur Helgadóttir." Það fer greinilega ekki á milli máia að kvennaknattspyrnan á íslandi er á mikilli uppleið t.d. var U-19 ára liðið að gera góða hluti í undankeppni EM í Slóvakíu. Er mikið af ungum stelpum að koma upp? ,,Já, það er engin spurning. Við eigum orðið sterka árganga eins og eru í U-19 ára liðinu. Það þarf bara að hlúa að þessum stelpum og þá geta þær ekki annað en bætt sig.“ það er miklu meiri metnaður í kvenna- boltanum en áður. Þjálfun stúlknanna er orðin miklu betri, þær æfa orðið oftar í viku og eru tilbúnar að leggja miklu meira á sig en áður. Þetta hefur leitt af sér fleiri iðkendur, meiri sam- keppni og fleiri góða leik- menn. Það virðist vera miklu meiri metnaður í kvennaboltanum í dag heldur en þegar þú varst sjálf að koma upp úr yngri flokkunum fyrir rúmum áratug? ,,Já, það er miklu meiri metnaður í kvenna- boltanum en áður. Þjálfun stúlknanna er orðin miklu betri, þær æfa orðið oftar í viku og eru tilbúnar að leggja miklu meira á sig en áður. Þetta hefur leitt af sér fleiri iðk- endur, meiri samkeppni og fleiri góða leik- menn. Það þarf mikla vinnu til að verða betri og við eigum enn nokkuð í land. Okkur vantar t.d. styrk og hraða miðað við þær bestu.“ Félagslið er eins og barnið manns Þú hefur þjálfað Valsliðið undanfarin tvö ár og seinna árið samhliða þjálfun kvennalandsliðsins. Er mikill munur að þjáifa landsliðið og félagslið? ,,Já, það er mikill munur. Félagslið er eins og barnið manns ef svo má að orði komast. Þú er hugsandi um það dag og nótt allan ársins hring og umgengst leikmenn liðsins á hverjum degi svo gott sem. Aftur á móti kemur maður bara að landsliðinu þremur eða fjórum dögum fyrir leik. Þess á milli fylgist maður með stúlkunum með sínu félagsliði og manni verður meira annt um að allt sé í góðu hjá liðunum t.d. hvað varðar þjálfunina." Þú ákvaðst að hætta að þjálfa Valsliðið eftir þetta tímabil. Hvernig stóð á því? „Ástæðan var sú að ég var með allt of mikið á minni könnu. Ég var íþróttakennari, þjálfari Vals og þjálfari landsliðsins auk þess á ég dreng heima. Þetta fór því ekki tai te ' 1 } i.'9|jj sr ^ i’si: Isé II . W íáS/ * *'*- ? í J é' í í 6 í i'’ J m o I 1 w

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.