Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 29
Helena ölafsdóttir landsliðsþjálfari Er það ekki slæmt að deildin skuli alltaf skiptast í tvennt þar sem liðin í efri hluta deildarinnar eru töluvert mikið sterkari en í neðri hlutanum og sérðu einhverja breytingu þarna á? „Ég hef alltaf talað um að við þurfum að vera þolinmóð og að liðin jafnist með árunum en ég verð að viðurkenna að ég er orðin nokkuð óþolinmóð. Þetta virðist ekki vera að lagast og það eru alltof margir leikir sem liðin í efri hlutanum er að spila sem þær þurfa ekki að hafa mikið fyrir.“ Ertu með einhverja hug- mynd að breyttu fyrirkomu- lagi? „í raun ekki en það gæti samt verið góð hugmynd að spila einfalda eða tvöfalda umferð með öllum liðunum og síðan að taka fjögur efstu liðin og fjögur neðstu og setja þau í sitthvorn riðilinn og spila inn- byrðis. Þar með ertu komin með mikið fleiri krefjandi leiki." Hvar sérðu kvennaboltann fyrir þér eftir nokkur ár? „Framar en hann er í dag. Það hefur verið framþróun í kvennaboltanum á undan- förnum árum og ég sé hana ekki stöðvast. Þetta fer líka mikið eftir því hvað við höldum okkar reynsluboltum lengi inn í boltanum þv( þær ungu þurfa stuðning þeirra. Ég sé ekki annað en við eigum eftir að taka framförum áfram og ef svo verður þá á landsliðið okkar eftir að styrkjast enn frekar með árunum. Menn verði þó að passa sig að halda vel utan um hlutina og leggja áfram rækt við kvennaboltann." allt saman og eitthvað varð undan að láta. Ég sé reyndar mikið eftir Valsstelpunum og hefði viljað halda áfram en það vantaði bara fleiri klukkutíma í sólarhringinn." Nú er íslandsmótinu nýlokið. Hvernig fannst þér deildin spilast? „Hún spilaðist svipað og ég bjóst við. KR stóð fyrir sínu og héldu haus. ÍBV lék vel og hafa góðu liði á að skipa. Þær eru með góðar (slenskar stelpur og svo sterka útlendinga sem er gott fyrir deildina og styrkir hana. Breiðabliksliðið var ekki nógu stöðugt. Okkur hjá Val var spáð titlinum sem var kannski eðlilegt því við náðum góðum árangri á undirbúnings- tímabilinu en vorum líka komin með allan okkar mannskap á meðan nokkur önnur lið áttu eftir að styrkja sig. Við náðum ekki að halda haus í öllum leikjum og það varð okkur að falli. Það var spilaður ágætisbolti í sumar en það er verst hversu tvískipt deildin er. Ég er alltaf að vona að þessar stóru tölur hætti að sjást og að deildin jafnist. Mér fannst liðin í neðri hlutanum eins og t.d. Þór/KA/KS ekki bæta við sig og þar varð ákveðin niður- sveifla. Stjarnan var á svipuðu róli og venjulega. Þær geta strítt liðunum í efri hlutanum en vantar herslumuninn. FH stelpurnar hafa bætt við sig og styrkst en Þróttur/Haukar voru nýliðar í deildinni og áttu erfitt uppdráttar." Ég hef alltaf talað um að við þurfum að vera þolinmóð og að liðin jafnist með árunum en ég verð að viðurkenna að ég er orðin nokkuð óþolinmóð. SEGJUM NEI 1 VI Í8 SPARISJOÐURINN Mýrarsýslu

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.