Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.10.2003, Qupperneq 30
Sigurður Bjarnason þjálfari Stjörnvinnar Tveir gamlir ungmennafélagar, Sigurður Bjarnason og Gústaf Bjarnason, snéru heim frá Þýskalandi nú á haustdögum eftir áralanga dvöl þar í landi þar sem handknattleikur var þeirra atvinna. Sigurður Bjarnason sem lék með ungmennafélagi Stjörnunnar áður en hann fór í atvinnumennskuna hefur tekið við þjálfun síns gamla félags og Gústaf Bjarnason mun verða honum til aðstoðar en Gústaf lék áður með UMF Selfoss. Þeir félagar eru mikill happafengur fyrir Stjörnuna en þeir hafa báðir í hyggju að leika með liðinu samfara þjálfun- inni sem verður liðinu mikill styrkur enda verið fastamenn í íslenska landsliðinu á undanförn- um árum. Sigurður hefur leikið í áratug í Þýskalandi og síðust fjögur árin með HSG D/M Wetzlar. Valdimar Kristófersson heyrði hljóðið í Sigurði en Stjörnumenn hafa komið á óvart það sem af er vetri þrátt fyrir erfiða byrjun. Þjálfarar eru þannig gerðir að þeir eru aldrei fullkomlega sáttir - segir ungmennafélaginn Sigurður Bjarnason þjálfari handknattleiksliðs Stjörnunnar Kominn heim vegna meiðsla En hvernig stóð á því að Sigurður kom heim eftir að hafa leikið sérlega vel með Wetzlar síðustu fjörgur árin? ,,Ég lenti í erfiðum meiðslum sem ollu því að fjölskyldan tók þá ákvörðun að fara heim. Ég meiddist á æfingu hjá Wetzlar og sleit krossböndin í hægra hnénu, skaddaði brjóskið og liðþófana. Það er svo komið í Ijós að samkvæmt þýsku örorkumati sem ég var að koma úr í lok september að atvinnuferli mínum í handknattleik lokið." Var ekki dálítið erfitt taka þessu og þurfa að koma heim þar sem þú varst kominn með tilboð frá Wetzlar og fleiri liðum? ,,Jú, það var erfitt að taka þessum meiðsl- um, sérstaklega þegar farið er að líða á seinni hluta ferilsins. Ég var að finna mig vel og gat vel hugsað mér að halda mér í formi í 2 til 3 ár til viðbótar, síðan er íslen- ska landsliðið nú með í baráttunni um alla tiltla sem til eru og gaman að takast á við það, sérstaklega Ólympíuleika." Það sem ég er sáttur við er að það er mikill stígandi í þessu hjá strákunum og þeir eru viljugir til að bæta sinn leik. Það að þurfa að hækka röddina stundum er bara eðlilegt. Þannig að ég er sáttur en samt ekki sáttur, hvað svo sem það þýðir. Eins og áður segir varstu að spila mjög vel síðustu fjögur árin þá kominn á kominn á fertugsaldurinn undir það síðasta. Hvernig útskýrir þú þessa breytingu á þér sem leikmanni undir lok ferilsins? „Maður þroskast á ferlinum. En ég var búinn að æfa mjög vel undir handleiðslu þjálfara míns frá VfL Bad Schwartau hon- um Milo Mijatovic sem kenndi manni margt um hörku og aga. Eftir tímann þar þá var ég svo heppinn að lenda í klónum á vini mín- um Velimir Petkovic sem er frábær þjálfari sem fær mann til að vinna með sér og nota kollinn. Þegar þetta er allt komið saman þá stendur maður sig.“ Nú tókst þú við þjálfun þíns gamla félags í Garðabæ og íslandsmótið er byrjað að rúlla. Ertu sáttur við þitt lið það sem af er leiktíðinni? „Þjálfarar eru nú þannig gerðir að þeir eru aldrei sáttir, ég skildi þetta stundum ekki sjálfur hvað þeir væru með mikla áhyggjur út af öllu en núna fer maður að skilja þá. Það sem ég er sáttur við er að það er mikill stígandi í þessu hjá strákunum og þeir eru viljugir til að bæta sinn leik. Það að þurfa að hækka röddina stundum er bara eðlilegt. Þannig að ég er sáttur en samt ekki sáttur, hvað svo sem það þýðir.“ Viljum stöðugt vera að bæta okkur Þetta eru ungir og efnilegir strákar sem þú ert með í Stjörnunni - hverjar eru kröfur þínar gagnvart liðinu á komandi tímabili?

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.