Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 8
8 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR
1. Hversu margar milljónir
borgaði Kópavogsbær fyrirtæki
bæjarstjórans frá 1997 til 2001?
2. Í hvaða gosdrykk hafa Þjóð-
verjar fundið kókaín?
3. Hvaða þingmaður VG krefst
þess að staðið verði við stjórnar-
sáttmálann og auglýst eftir
bankastjórum?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
Lóritín®
– Kröftugt ofnæmislyf
Notkun: Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun:
Fullorðnir og börn (>12 ára): 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára (<30 kg): ½ tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2
ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta
lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal
varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt
til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð
nema í samráði við lækni. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á
hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en
algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur,
taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi,
höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu.
Desember 2005.
Njóttu
sumarsins
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Ferðabox
Pacific 100139 x 90 x 39 cm370 L43.900.-
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Hjólafestingar
EFNAHAGSMÁL Um helgina rennur
út frestur sem stjórnendur Gener-
al Motors – sem lengi var stærsti
bílaframleiðandi heims – hafa til
að semja við lánardrottna sína til
að afstýra gjaldþroti. Þær viðræð-
ur sem átt hafa sér stað um málið
þessa vikuna hafa bara snúist
um aðferðafræðina við að keyra
„gamla GM“ í gegnum gjaldþrot
svo að sem fyrst verði hægt að fela
endurreistu fyrirtæki án sligandi
skuldaklafa að halda „straumlínu-
löguðum“ rekstri áfram.
Samkvæmt því sem frést hafði
í gær um gang viðræðnanna er
hópur stærstu lánardrottna GM,
sem eiga um fimmtung ótryggðra
heildarskulda samsteypunnar, nú
jákvæðari fyrir áformum stjórn-
valda um að keyra GM í gegnum
hraðgjaldþrot, gegn því að lánar-
drottnarnir fái stærri hlut í hinu
endurreista fyrirtæki en þeim
hafði áður verið boðið.
Samkvæmt því tilboði sem þeim
var gert fyrr í vikunni áttu þeir að
fá tíu prósent hlutafjár í nýja fyrir-
tækinu gegn því að afskrifa kröfur
sínar. Því tilboði var hafnað. Sam-
kvæmt nýja tilboðinu er áætlunin
sú að ríkið eigi 72,5 prósent hluta-
fjár í endurreistu GM, eftirlauna-
sjóður starfsmanna 17,5 prósent
og aðrir kröfuhafar 10 prósent.
Þeim síðastnefndu mun jafnframt
standa til boða að kaupa 15 prósent
hlutafjár til viðbótar (af ríkinu) á
niðursettu verði.
Áformin gera ráð fyrir að í hinu
endurreista GM verði aðeins arð-
bærustu einingar fyrirtækisins
en þær sem standa síst undir sér
verða skildar eftir í því gamla.
Þær eignir verði í gegnum gjald-
þrotaferlið nýttar til að greiða
almennum kröfuhöfum. Þetta er
hliðstætt ferli og ákveðið var fyrir
Chrysler fyrir mánuði.
AP-fréttastofan hafði eftir heim-
ildarmanni sem komið hefur að
viðræðunum í Detroit að til standi
að loka fjórtán verksmiðjum, en
með þeim tapast um 21.000 störf.
Enn er óljóst hvað verður um
Evrópudeild GM, en uppistaða
hennar eru Opel-verksmiðjurn-
ar í Þýskalandi. Nokkrir aðilar
hafa sýnt áhuga á að taka rekstur-
inn yfir, en þau áform eru öll háð
því að stjórnvöld í Þýskalandi (og
öðrum löndum Evrópu þar sem GM
er með umsvif) gangist í ábyrgð-
ir fyrir fjármögnun yfirtökunnar,
gegn því að heita því að skera ekki
niður fleiri störf en ýtrasta nauð-
syn krefur.
Viðræður fóru fram milli máls-
aðila í Berlín í fyrradag. Fundur-
inn teygðist fram á nótt en endaði
án niðurstöðu, að sögn vegna þess
að það var ekki fyrr en á honum
stóð að upp úr dúrnum kom að
Opel þarf á 300 milljónum evra
meira til að geta staðið við skamm-
tímaskuldbindingar sínar en hing-
að til var talið. Í dag, föstudag, á
að ræða möguleikana á lausn á sér-
boðuðum bráðafundi ráðherra frá
þeim Evrópusambandslöndum þar
sem mörg GM-störf eru í húfi.
audunn@frettabladid.is
Bandaríski bílarisinn
GM endar í ríkiseigu
Samkvæmt því sem lekið hefur út um drög að samkomulagi milli bandaríska fjár-
málaráðuneytisins og helstu lánardrottna bílarisans GM stefnir í að ríkið eignist
yfir 70 prósent í endurreistu fyrirtæki eftir hraðgjaldþrot. Óljóst um örlög Opel.
Í FANG RÍKISINS Heimsendastemning ríkir í hinum stoltu höfuðstöðvum GM í Detroit.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
REYKJAVÍK Til íhugunar er að loka
hluta Laugavegs fyrir bílaumferð
á góðviðrisdögum í sumar. Dofri
Hermannsson, fulltrúi Samfylk-
ingar í umhverfis- og samgöngu-
ráði, lagði fram tillögu þess efnis
á fundi ráðsins á þriðjudag.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for-
maður ráðsins, segir málið í skoð-
un á milli funda. Rætt hafi verið
við kaupmenn við götuna og þeir
séu jákvæðir. Öll útfærsla sé þó
eftir, hvar verði lokað og hvenær,
og það þurfi að útfæra með kaup-
mönnum.
Dofri vísar til reynslunnar af
Pósthússtræti, en því hefur verið
lokað á góðviðrisdögum. Dofri
leggur jafnframt til að komið sé
upp „góðviðrisstrætó“ sem gangi
eftir Hverfisgötu. Þannig væri
komið til móts við þá sem eru
gangandi. Gunnar Guðjónsson,
eigandi Gleraugnamiðstöðvarinn-
ar við Laugaveg, undrast að ekki
hafi verið haft meira samráð við
kaupmenn áður en tillagan var
lögð fram í ráðinu.
„Við erum ekki endilega á móti
þessu, en það er fáránlegt að
leggja þetta fram án þess að ræða
við hagsmunaaðila í götunni.“
Gunnar segir það geta verið
vandkvæðum bundið að vita ekki
hvenær götunni verði lokað. Hann
minnir á að kaupmenn hafi lokað
götunni í tengslum við langa laug-
ardaga og jafnvel boðið upp á
skemmtiatriði. - kóp
Borgaryfirvöld skoða breytingar í miðbænum í samvinnu við kaupmenn:
Laugavegi lokað í góðu veðri
VILL SAMRÁÐ Gunnar segist ekki
frábitinn því að Laugavegi sé lokað á
góðviðrisdögum, en undrast lítið samráð
við kaupmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
RANNSÓKNIR Alþjóðamálastofnun
Háskóla Íslands hefur hlotið 200
þúsund evra rannsóknarstyrk –
eða sem nemur um 35 milljónum
króna – úr 7. rammaáætlun Evr-
ópusambandsins. Styrkinn hlýtur
stofnunin vegna þátttöku sinnar
í verkefninu EU4SEAS, sem alls
hlaut vilyrði fyrir 1,2 milljóna
evra styrk.
EU4SEAS er fjölþjóðlegt rann-
sóknarverkefni, þar sem skoðuð
verða áhrif ESB á milliríkjasam-
starf umhverfis fjögur innhöf
Evrópu – Eystrasalt, Kaspíahaf,
Miðjarðarhaf og Svartahaf. Verk-
efnið mun standa yfir yfir næstu
þrjú árin. - shá
Alþjóðastofnun fær styrk:
Munu rannsaka
innhöf Evrópu
EFNAHAGSMÁL Þeir tíu mánuðir sem rannsóknar-
nefnd Alþingis fékk til að ljúka rannsókn á aðdrag-
anda og orsökum falls íslensku bankanna eru hálfn-
aðir. Formaður nefndarinnar segir vinnuna minna á
tíu mánaða spretthlaup.
Ekkert bendir til annars en að niðurstöður nefnd-
arinnar verði tilbúnar í byrjun nóvember eins og
lagt var upp með, og engar óvæntar tafir hafa orðið
á starfinu að sögn Páls Hreinssonar, formanns
rannsóknarnefndarinnar.
„Það hefur gengið mjög vel að safna gögnum, allir
hafa verið mjög hjálplegir við að greiða götu okkar
að þeim upplýsingum sem við höfum þurft,“ segir
Páll.
Ekkert fæst gefið upp um það sem upp hefur
komið í starfi nefndarinnar hingað til. Í rannsóknar-
skýrslu sem gefin verður út í haust verður ýtar-
leg lýsing á atburðarásinni hjá stjórnvöldum og
bönkunum í aðdraganda hrunsins. Þar verða
einnig hagfræðilegar ályktanir um orsakir fyrir
bankahruninu.
Alls starfa ríflega tuttugu manns að rannsókn-
inni, og verður þeim heldur fjölgað í sumar, segir
Páll. Þá munu erlendir sérfræðingar einnig koma
til landsins í þrjá mánuði til að fara yfir niðurstöð-
urnar.
Ekki stendur til að gera hlé á störfum nefndar-
innar í sumar, segir Páll. „Mönnum verður boðið að
taka sumarfrí um jólin, eins og það er nú gaman.
Þetta er bara tíu mánaða spretthlaup.“ - bj
Tími rannsóknarnefndar Alþingis sem rannsakar aðdraganda hrunsins hálfnaður:
Rannsóknin tíu mánaða spretthlaup
RANNSÓKNARNEFND Erlendir sérfræðingar munu fara yfir
niðurstöður rannsóknar á bankahruninu í sumar, segir Páll
Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis (fyrir miðju).
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEISTU SVARIÐ?