Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 29.05.2009, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 29. maí 2009 11 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 25 Velta: 16 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 260 +0,02% 705 +0,07% MESTA HÆKKUN BAKKAVÖR 23,53% MAREL FOOD SYST. 0,16% MESTA LÆKKUN FØROYA BANKI 0,83% ÖSSUR 0,48% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,40 +0,00% ... Atlantic Airways 167,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 550,00 +0,00% ... Bakkavör 1,26 +23,53% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 1,00 +0,00% ... Føroya Banki 119,00 -0,83% ... Icelandair Group 4,50 +0,00% ... Marel Food Systems 61,40 +0,16% ... Össur 103,00 -0,48% Gengi hlutabréfa Bakkavarar rauk upp um 23,5 prósent í ellefu við- skiptum upp á rétt rúmar fjórar milljónir króna í Kauphöllinni í gær. Gengið fór undir eina krónu á hlut í fyrradag og hafði aldrei verið lægra. Viðræður standa enn yfir við eigendur skuldabréfa félagsins um framlengingu á lánum félags- ins. Þrjár vikur eru síðan Bakka- vör lenti í vanskilum með greiðslu skuldabréfanna. Þar hefur lítið þokast, sem gæti skýrt hækkun- ina í gær, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. IFS Greining sagði í umfjöllun sinni í kjölfar uppgjörs Bakkavarar í síðustu viku samninga um skulda- bréfin stóra málið hjá félaginu þessa dagana. Fjárfesting í hlutabréfun- um væri því mjög áhættusöm uns niðurstaða fengist í málinu. - jab Bakkavararbréf rjúka upp FRÁ BAKKAVARARFUNDI Viðræður vegna skuldabréfaflokks sem kominn er í vanskil standa yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Væntingar íbúa í evrulöndunum sextán um efnahagsbata hafa aukist frá í apríl og hafa þær nú ekki verið meiri í rúmt hálft ár. Þetta eru nið- urstöður könnunar framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins sem kynt var í gær. Væntingavísitalan stóð í 69,3 stig- um í mánuðinum samanborið við 67,2 stig í apríl. Bloomberg-frétta- stofan segir niðurstöðuna sýna að neytendur séu bjartsýnir á að aukin útgjöld hins opinbera og lágir stýri- vextir muni koma efnahagslífinu af stað á ný. Bloomberg bætir við að þrátt fyrir þetta hafi atvinnuleysi á evru- svæðinu ekki verið meira í þrjú ár. Neytendur haldi fast um pyngjuna og velta í smásöluverslun hafi dreg- ist hratt saman í mánuðinum. Reiknað er með að þróunin skili sér í 0,2 prósenta verðbólgu, lægstu verðbólgutölum sem sést hafi á evrusvæðinu. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, birtir verð- bólgumælingu í dag. - jab Væntingar auk- ast á evrusvæði „Erfiðleikar gefa ekki afslátt á reglum,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallarinnar, sem í gær áminnti Eglu, Existu, Landic Property, Nýsi og Stoðir opinberlega og sektaði öll nema eitt um 1,5 milljónir króna þar sem þau hafa ekki birt ársreikninga sína innan tímamarka fyrir lok apríl. Egla er sektuð um eina milljón króna. Fjármálaeftirlitið mun skoða hvort fyrirtækin hafi brotið lög, að sögn Þórð- ar, sem áréttar mikilvægi þess að fyrir- tæki birti ársreikninga sína. Félögin beittu öll fyrir sig undanþágu- ákvæði til að hliðra sér hjá birtingu árs- reikninga. Þau eru öll ýmist í gjald- þrotameðferð, greiðslustöðvun eða í endurskipulagningu og eiga í stífum við- ræðum við lánardrottna. Þá eru þau öll með skráð skuldabréf í Kauphöllinni. Kauphöllin hefur nú áminnt tólf fyrir- tæki opinberlega og lagt fjársektir á ell- efu upp á samtals sautján milljónir króna frá áramótum. Allt síðasta ár voru þrjú fyrirtæki áminnt vegna brota á reglum Kauphallarinnar og jafn mörg sektuð vegna þeirra. Kauphöllin segir vegna áminningar- innar í gær að upplýsingar sem þess- ar falli ekki niður þótt fyrirtækið eigi í greiðsluerfiðleikum. Þetta er önnur áminning Landic Prop- erty á árinu. Þá var Exista sektuð um fjórar milljónir króna í desember í fyrra vegna brota á reglum Kauphallarinnar. Það er jafnfram næsthæsta sekt sem lögð hefur verið á fyrirtæki vegna brota sem þessa. Hæsta sektin, 4,5 milljón- ir, var lögð á Búnaðarbankann í janúar 2003. - jab Kauphallarbrotum fjölgar stórlega KENNARANÁM VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI Umsóknarfrestur til 5. júní Engin skólagjöld, innritunar- gjald kr. 45 þúsund fyrir skólaárið Nánari upplýsingar á www.unak.is eða í síma 460 8000 Dagslinsur Kr: 2.490.- Hamrahlíð 17 - Húsi Blindrafélagsins 105 Rvk. S: 552 2002 ÞÓRÐUR FRIÐJÓNSSON Forstjóri Kauphallarinn- ar segir mikilvægt að fyrirtæki birti ársreikninga. Greiðsluerfiðleikar gefi engan afslátt á reglum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.