Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 14

Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 14
14 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Nýja skoðunin Ekki varð betur séð í gær en að fjölmargir þingmenn hefðu skipt um skoðun í Evrópusambandsmálinu. Pétur H. Blöndal og fleiri sjálf- stæðismenn sem áður hafa lýst sig andstæða aðild, lögðu fram tillögu um mögulega aðild að Evrópu- sambandinu. Þá virðast þingmenn Framsóknarflokks ekki lengur á þeirri skoðun að sækja eigi um aðild með skilyrðum, líkt og flokkurinn hefur sam- þykkt. Nú tala þeir um mögulega aðild. Stúkustjórnin Kvisast hefur út að ríkisstjórn- in ætli sér að hækka skatta og álögur á áfengi, sem leiðir til hærra áfengisverðs, sem einhverjum þótti þó nógu hátt fyrir. En einhversstaðar verður víst að ná í aurinn og ölþyrstir liggja líklega vel við höggi. Og þeir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að hella sér út í bruggun ættu að sitja á strák sínum, því heilbrigðisráðherra hefur boðað sykurskatt, en sú vara ku nauðsynleg bruggurum. Nú þarf ekki að leita að nafni fyrir stjórnina lengur; stúkustjórnin er komin til valda. Enga umræðu Borgarahreyfingin stærir sig af því að vera sprottin upp úr grasrótinni, framboðið hafi orðið til á meðal óánægðrar þjóðar sem vildi breytingar. Þær breytingar sner- ust ekki síst um opna stjórnsýslu og lýðræðislegar umræður. Kallað var eftir því að gluggar Alþingishússins yrðu opnaðir og þingið talaði við þjóðina. Því skýtur nokkuð skökku við að þingmenn hreyfingarinnar skuli ekki vilja ræða ályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu. Þráinn Bertelsson kynnti afstöðu hreyfingarinnar, sem óskaði eftir að allri umræðu um málið yrði hætt á þingi og málið sett í nefnd. Öðruvísi mér áður brá. kolbeinn@frettabladid.isÞ etta er sögulegur dagur, sagði Össur Skarphéðinsson þegar hann kynnti Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu. Þetta var jú í fyrsta sinn sem slík tillaga er lögð fram af ríkisstjórn og eðlilegt framhald af kosningaumræðunni, þegar í fyrsta sinn var rætt af einhverri alvöru um að ganga til aðildarviðræðna við ESB. Nú stefnir í að til viðræðnanna verði gengið og mun þá fást niðurstaða í það hvaða möguleikar eru fyrir hendi í samningum til að verja helstu hagsmuni þjóðarinnar. Í því þarf að hugsa um heildarhagsmuni þjóðarinnar, ekki bara einstaka sérhagsmuni. Heildarhagsmunirnir geta ekki verið sam- lagning af þessum sérhagsmunum. Sem dæmi má nefna að hags- munir þjóðarinnar sem neytenda og hagsmunir landbúnaðar eru ekki endilega samrýmanlegir, hvort sem þeir eru settir í samhengi við aðild að Evrópusambandinu eða ekki. Við mat á heildarhags- munum þarf að vega og meta hvaða hagsmunir vega meira til hagsbóta fyrir þjóðina alla. Umræðuna á þingi í gær mátti greina í tvenns konar mismun- andi umræðu. Annars vegar hvort, yfirhöfuð, ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Hins vegar hvernig fara ætti að því að sækja um aðild. Þeir þingmenn sem frekar vildu fjalla um málsmeðferð og samningsmarkmið hafa væntanlega svarað fyrri spurningunni játandi. Þeir hafa svarað grundvallarspurningunni sem þingsályktunartillaga utanríkisráðherra fjallar um; að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Þegar þeirri spurningu hefur verið svarað er hægt að fara að ræða um hvernig eigi að komast að því markmiði. Tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að fela utanríkismálanefnd Alþingis að undirbúa mögulega umsókn um aðild getur vel fallið með tillögu utanríkisráðherra, með örlitlum breytingum. Sérstaklega á það við um fyrra atriðið, að utanríkis- nefnd eigi að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum. Seinna atriðið í tillögu stjórnarandstöð- unnar, um að utanríkismálanefnd skuli vinna vegvísi að mögulegri aðildarumsókn, er aðeins óljósara. Vegvísirinn á meðal annars að skýra aðkomu þjóðarinnar að aðildarumsókn og staðfestingu aðildarsamningsins, hvaða stjórn- arskrárbreytingar eru nauðsynlegar og hvað umsókn muni kosta. Þetta eru allt spurningar sem þarf að fá svarað. Ekki er hins vegar ljóst hví þarf að svara þeim áður en afstaða er tekin til þess hvort sækja skuli um aðild. Allir flokkar eru sammála um að samningur skuli fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, allir flokkar eru sammála um að breytingar á stjórnarskrá eru nauðsynlegar og afstaðan til þess hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu snýst varla um kostnaðinn sem af viðræðunum hlýtur. Þingmenn allra flokka hafa tekið þátt í ítarlegum umræðum um kosti og galla ESB-aðildar og hafa því flestir fyrir sitt leyti svarað grundvallarspurningunni um aðild. Sumir eru henni fylgjandi og aðrir andvígir. Þeir sem eru fylgjandi ættu því í utanríkismála- nefnd að geta komist að niðurstöðu um hvernig þeir fylgja þeirri sannfæringu eftir. Alþingi fjallar loks um ESB-aðild af alvöru. Grundvallar- spurningu svarað SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR UMRÆÐAN Benedikt Steinar Magnússon og Sig- urður Örn Stefánsson Undanfarið hefur Stúdentaráð Háskóla Íslands staðið fyrir mótmælum og undir skriftasöfnun gegn fyrirhugaðri gjaldtöku af bílastæðum við HÍ. Við fórum á fund Ingjalds Hannibalssonar, fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs HÍ, til að fá nánari upplýsingar um framkvæmdina. Hér viljum við vekja athygli á rangfærslum í málflutningi Stúdentaráðs, nú síðast í grein Jóhanns Más Helgasonar, framkvæmda- stjóra ráðsins, í Fréttablaðinu 25. maí. Næsta haust hyggst HÍ leggja á gjald- skyldu á bílastæði við Aðalbyggingu og Háskólatorg, einungis um 100 stæði af 2.000 á lóð skólans. Með því er ætlað að auðvelda þeim aðgengi sem eiga skammtímaerindi í helstu þjónustumiðstöðvar Háskólans, en nám er stundað við skólann í 10 byggingum utan hins eiginlega háskólasvæðis. Stúdentaráð hefur ítrekað haldið því ranglega fram að ágóðinn af gjaldskyldunni muni ekki renna til Háskólans heldur Bílastæðasjóðs. Í ofangreindri grein Jóhanns vísar hann máli sínu til stuðnings í orð Ingjalds á student.is þann 29.03.09: „Þessi aðgerð er ekki gerð til að afla háskólanum tekna en Bílastæðasjóður mun reka þjónustuna og sjá um alla framkvæmd.“ Jóhann lætur hér staðar numið og fullyrðir: „Svo mörg voru þau orð.“ Hér fer Jóhann vísvitandi með rangt mál, því áfram er haft eftir Ingjaldi á student. is: „Ef afgangur er af gjöldunum eftir að kostnaður er dreginn frá mun sjóðurinn og Háskóli Íslands skipta honum milli sín. Hugsanleg hlutdeild Háskólans færi í að bæta samgöngur á svæðinu, eins og hjóla- og göngustíga og aðstöðu við biðskýli. Það verði þó engin sérstök tekjulind.“ Nákvæm- lega svo mörg voru þau orð. Stúdentaráð leggst einnig lágt með því að halda því fram að með mótmælum sínum sé það að verja hagsmuni veikra og fatlaðra. Það er út í hött að gefa í skyn að gjaldtakan muni skerða aðgengi þeirra. Sérmerkt stæði fyrir fatlaða má finna við allar byggingar skólans og eru engin áform um að fjarlægja þau. Þar að auki er handhöfum stæðiskorts hreyfihamlaðra heimilt að leggja ökutæki í gjaldskyld stæði án sérstakrar greiðslu. Hvers vegna heldur Stúdentaráð ítrekað fram ósannindum gegn betri vitund? Ljóst er að lítið er að marka undirskriftasöfnun sem byggir á rangfærslum. Höfundar eru nemendur við Háskóla Íslands. Stúdentaráð blekkir stúdenta BENEDIKT STEINAR MAGNÚSSON SIGURÐUR ÖRN STEFÁNSSON SPOTTIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.