Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 29.05.2009, Qupperneq 28
4 föstudagur 29. maí ✽ b ak v ið tj öl di n Stjörnumerki: Naut í Venus. Besti tími dagsins: Morgunstund ef ég er útsofin, annars síðla kvölds. Geisladiskurinn í spilaranum: Akkúrat núna er það Mariee Sioux. Uppáhaldsverslunin: Kron Kron án efa! Uppáhaldsmaturinn: Indverskur, mexíkóskur og víetnamskur. Líkamsræktin: Baðhúsið ef ég er á landinu. Mesta dekrið: Ég elska að láta fæða mig á góðri tónlist og góðum mat! Ég lít mest upp til: Vivienne Westwood er ótrúlegur karakter, hún hefur haldið sínum stíl í gegnum öll þessi ár, alltaf sami töffarinn og vílar það ekki fyrir sér að ná sér í gaur sem er 25 árum yngri á sextugsaldri! Algjör virðing! Áhrifavaldurinn? Það fer eftir hvað við erum að tala um, myndlist, hönnun eða bara lífið almennt? Ég get ekki beint sagt að ein- hver ein manneskja eða atburður hafi haft einhver afgerandi áhrif, heldur meira samansafn af hlutum sem koma til manns í gegnum lífið. Draumafríið? Ætli það sé ekki bara að keyra hringinn með krílunum. Hverju myndirðu sleppa ef þú yrðir að spara? Allavega ekki dökku súkkulaði og púrtvíni! Harpa Einarsdóttir, fatahönnuður og teikn- ari, var stödd í Atlanta þegar bankahrunið varð á Íslandi. Þar fékk hún atvinnutilboð hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP sem hún gat ekki hafnað, seldi búslóðina stuttu síðar og flutti út. Viðtal: Alma Guðmundsdóttir Ljósmyndir: Stefán Karlsson É g ætlaði alltaf að verða listamaður. Áður en ég komst á táningsaldur- inn ætlaði ég reynd- ar að verða ballerína, en það var ekki kenndur ballett í Borgarnesi,“ segir Harpa sem ólst upp þar og á Akranesi þar til hún flutti í bæinn sextán ára gömul ásamt móður sinni. „Ég tók ekki nema eina önn í MH, ég er eirðar- laus að eðlisfari og ákvað að taka mér frí frá skólanum til að flakka aðeins um heiminn. Eftir að hafa farið víða og dvalið í London í eitt ár kom ég aftur heim og ætlaði að halda áfram námi, 22 ára, en þá varð ég þunguð af syni mínum. Ég og kærasti minn hættum saman þegar hann var átta mánaða, en á þeim tíma var ég í fornámi í mynd- list í FB. Ég flutti til mömmu með hundinn og strákinn pínulítinn og mánuði síðar kom í ljós að ég var komin tvo mánuði á leið með dóttur okkar sem var eðlilega pínu sjokk. Elsku mamma hefur alltaf veitt mér mikinn stuðning í gegn- um árin og við staðið vel saman. Þegar þarna er komið var íbúða- verð að hækka mikið og ákváð- um við því að rífa okkur upp og flytja til Akureyrar. Þar áttum við dásamlegt ár og ég held að ég hafi aldrei verið eins mikil húsmóðir og þetta ár, bakaði brauð á hverj- um degi og gerði rabarbarasultu,“ segir Harpa og brosir. „En það leið ekki á löngu þar til eirðarleysið gerði vart við sig að nýju, ég flutti því aftur í bæinn og sótti fljótlega um í Listaháskólanum þar sem ég útskrifaðist síðan úr fatahönnun árið 2005.“ HARÐUR BRANSI „Eftir útskrift byrjaði ég svo að vinna í búningadeild Þjóðleik- hússins þar sem ég kynntist Selmu Ragnarsdóttur klæðskera og við fórum að vinna saman að Starkiller-hönnunarlínunni. Ég hef sniðagerðina ekki mikið í mér, en get teiknað nákvæmlega upp hvað mig langar að gera, þannig gátum við sameinað krafta okkar. Við vorum með litla búð og vinnu- stofu á Laugavegi en ég var samt alltaf í fullri vinnu með þessu. Það var auðvitað alltaf draumur- inn að fara í alvöru framleiðslu því maður græðir aldrei á svona dúlleríi. Ég hef samt ekki gefist upp og langar einhvern tíma að taka upp þráðinn og stofna nýja línu,“ útskýrir Harpa sem sá um búningahönnun meðal annars fyrir Mýrina og Duggholufólkið. „Ég hef alltaf verið með annan fótinn í „production-bransan- um“ og í framtíðinni get ég alveg séð mig fyrir mér að vinna sem búningahönnuður eða „concept“ listamaður í kvikmyndum.“ ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Harpa hóf störf hjá tölvuleikja- fyrirtækinu CCP á Íslandi fyrir rúmum tveimur árum. Þar hefur hún hannað búninga fyrir hinn vinsæla tölvuleik EVE online, en í haust fékk hún atvinnutilboð hjá útibúi fyrirtækisins í Atlanta sem hún gat ekki hafnað. „Ég var búin að segja upp hjá CCP og var á leiðinni til Boston þar sem ég var búin að ráða mig hjá fyrirtækinu Harmonix sem fram- leiðir meðal annars Rockband- tölvuleikina. Kunningi minn, sem hannaði alla áprentunina fyrir Starkiller-línuna, vinnur þar og okkur langaði að vera nær hvort öðru til að geta föndrað meira saman og skapað augnakon- fekt í tísku og listum. Elskurn- ar mínar í CCP voru hins vegar ekki alveg á því að sleppa mér og buðu mér stöðu við að hafa yfirumsjón með klæða- og kar- aktersköpun í nýja netleiknum sem þeir eru að framleiða. Ég man að þegar þeir buðu mér út til að kanna aðstæður fékk ég símtal frá Krumma (Oddi Hrafni Björgvins- syni söngvara) sem sagði: „Nú er þetta búið, bankarnir eru allir farnir á hausinn,“ en þá var ég á fimm stjörnu hóteli með kokkteil í hönd þannig að þetta hljómaði Í EKTA SUÐURRÍKJASTEMNINGU Töff „Fyrsti alvöru kær- astinn minn, hann Jón Páll, gerði þetta,“ segir Harpa, spurð um tattúin á handleggjunum. Ég man að þegar símtal frá Krumm allir farnir á hau kokkteil í hönd þ Laxveiði Silungsveiði Skotveiði www.strengir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.