Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 37

Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 37
FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009 Garðyrkju- og blómaframleið- endur fara ýmsar leiðir til að bæta þjónustu við viðskipta- vini sína. Merkingar og nýjar leitarvélar eru liður í því, segir formaður Félags garðplöntu- framleiðenda. „Íslensk garðyrkja auðkennir framleiðslu sína með fánarönd- inni,“ segir Vernharð Gunnars- son, formaður Félags garðplöntu- framleiðenda og eigandi Gróðrar- stöðvarinanr Storðar við Dalveg í Kópavogi, beðinn um að lýsa því hvernig best sé að þekkja íslenskar plöntur. „Fyrir nokkru var gert átak meðal íslenskra garðyrkjubænda svo þeir merktu sína vöru,“ segir hann og vísar til þess að öll afskor- in blóm og pottaplöntur eigi að vera vel merkt. „Viðskiptavinurinn á ekki að vera í vafa um hvaðan varan kemur.“ Spurður hvort mikið sé um inn- fluttar plöntur og blóm á mark- aðnum þetta misserið segir hann: „Innflutningur hefur vissulega minnkað í ár en það er alltaf eitt- hvað flutt inn, og þá aðallega plönt- ur sem ekki er unnt að rækta hér á landi.“ Vernharður bendir á að Félag garðyrkjubænda hafi jafnframt nýverið opnað vefsíðuna www. gardplontur.is til að bæta þjón- ustuna, en þar má lesa sér til um ýmsan fróðleik, eins og hversu mikinn vind planta á að þola eða í hvernig litum potti tiltekin blóma- tegund er fáanleg svo eitthvað sé nefnt. Leitarvélin ætti að koma sér vel fyrir þá sem vilja ganga úr skugga um hvort sú blómategund eða garðplanta sem þeir ætla að fá sér í garðinn eða á pallinn henti skilyrðum þar. Að sögn Vernharðs hefur Félag garðplöntuframleiðenda einnig verið að vinna að stóru verkefni sem kallast Yndisgróður. „Það gengur út á að skilgreina allar garðplöntur sem til eru á landinu og finna út hvort hægt sé að bæta úrvalið.“ Verkefnið er komið í umsjá Landbúnaðarháskóla Íslands enda hugsað sem langtímaverkefni. „Þetta er gert í þágu viðskiptavin- arins til að hann fái bestu plöntur sem hægt er að rækta við íslensk- ar aðstæður,“ segir hann. „Þegar ræktaðar eru plöntur og blóm verð- ur maður að gæta þess vel að ekk- ert fari úrskeiðis. Enda næst ekki öðruvísi góður árangur.“ - vg Merktar með fánarönd Sumarblóm eru mikið keypt í ker og potta og eru hengiblóm sérstaklega vinsæl, að sögn Vernharðs Gunnarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.