Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 38
29. MAÍ 2009 FÖSTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● garðurinn
Til að mæta aukinni eftirspurn gerði Reykjavíkurborg nýverið samning við Garðyrkju-
félag Íslands um grenndargarða við Stekkjarbakka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Áhugi á matjurtarækt hefur stóraukist að und-
anförnu en Reykjavíkurborg leigir út þó nokk-
urn fjölda matjurtagarða.
Til að mæta aukinni eftirspurn gerði hún
auk þess samning við Garðyrkjufélag
Íslands um grenndargarða til mat-
jurtaræktar við Stekkjarbakka. Borgin
lét Garðyrkjufélaginu í té 2.500 fermetra
svæði auk þess sem hún tryggir aðgengi
að vatnslögn til vökvunarlands. Búast má við
um það bil 50 til 80 görðum á svæðinu en
Garðyrkjufélagið mun annast útleigu garð-
landa. „Ég veit að margir Reykvíkingar eru
spenntir að koma áhugamáli sínu um mat-
jurtarækt í framkvæmd, þessi samningur
ætti að styðja vel við þann áhuga,“ sagði
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður um-
hverfis- og samgönguráðs, þegar samningur-
inn var undirritaður.
Þá leigir borgin út tvö hundruð garða í Skammadal
auk þess sem 50-80 matjurtagarðar eru í lausum görðum í Skólagörð-
um Reykjavíkur víða um bæinn. Þó nokkrir biðlistar hafa myndast en
nánari upplýsingar er að finna á www.umhverfissvid.is. - ve
Mikill áhugi á
matjurtarækt
Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor kennir námskeið um íslenskar plöntur í Skaftafelli
í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Skaftafell er sá staður á land-
inu þar sem gróður lifnar einna
fyrst. Þar er fjölskrúðug flóra
enda hefur svæðið verið friðað
fyrir beit í aldarfjórðung,“ segir
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, líffræð-
ingur og prófessor við Háskóla Ís-
lands. Hún verður leiðbeinandi á
námskeiði hjá Endurmenntun HÍ
sem nefnist Íslenskar plöntur og
plöntuskoðun. Námskeiðið verð-
ur haldið í Þjóðgarðinum í Skafta-
felli dagana 19. til 21. júní.
„Námskeiðinu er ætlað að
hjálpa áhugasömum að njóta nátt-
úrunnar og þekkja plöntur,“ segir
Þóra Ellen en um 500 háplöntu-
tegundir er að finna hér á landi
og segir Þóra að það vaxi fólki oft
í augum að byrja. „Það er auðvelt
að bæta við þekkingu sína sjálf-
ur þegar maður er kominn með
grunninn en fólki finnst svolít-
ið bratt að stíga fyrstu skrefin,“
segir hún en á námskeiðinu verð-
ur farið í gegnum hvernig hægt er
að greina tegundir, hvaða aðferðir
eru notaðar og hvernig megi nota
handbækur. „Síðan fræði ég fólk
um vistfræði plantnanna, lífs-
feril og æxlun,“ segir Þóra Ellen
og segir að lokum: „Það eykur
mjög ánægju þess sem er gang-
andi í íslenskri náttúru að þekkja
plönturnar í henni.“
Nánari upplýsingar um náms-
tilhögun á www.endurmenntun.is.
- sg
Námskeið í greiningu
íslenskra plantna
Skoðaðu gardplontur.is og nýttu þér dýrmæta þekkingu
og reynslu íslenskra garðyrkjubænda.
VELDU ÍSLENSK SUMARBLÓM, SÉRMERKT ÞÉR.
„Íslensk blóm
eru harðgerð,
kröftug og fersk.“
Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður.
Í áratugi hafa íslenskir garðyrkjubændur unnið að því að byggja upp
og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nú hafa þeir
opnað vefinn gardplontur.is Þar má finna margvíslegan fróðleik.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
G
B
4
62
96
0
5/
09
Fólk gerir ýmislegt til að fegra
garðinn sinn. Guðrún Þórs-
dóttir, skólastjóri Vinnuskólans
í Reykjavík, og eiginmaður
hennar fóru þá leið að útbúa
litla fiskitjörn á lóð sinni.
„Þessi tjörn er örugglega búin að
vera hérna í garðinum í ein fimmt-
án ár. Á þeim tíma hefur hún veitt
okkur hjónunum ómælda gleði,“
segir Guðrún.
Spurð út í tilurð tjarnarinnar
segist hún vera mikið gefin fyrir
vatn og manninum sínum þyki af-
skaplega gaman að hafa fiska. Þau
hafi því orðið sammála um að búa
til tjörn í miðjum garðinum, þar
sem gullfiskar viðhafast á sumrin
en eru fluttir í innibúr þegar vet-
urinn nálgast. „Þeim leiðist auðvit-
að heil ósköp inni,“ segir Guðrún.
„Vilja helst vera úti þar sem þeir
geta leikið sér og fengið nóg af
lirfum að éta. Þetta er náttúrlega
góð matarkista, sem sést bara af
því hve mikið þeir
stækka yfir sum-
arið.“
A ð h e n n a r
sögn líta þó fleiri
á tjörnina sem
matarkistu,
meðal ann-
ars hundar,
kettir og svo
mávar sem veigra sér ekki við
hremma fiskana um leið og færi
gefst. „Þeirra vegna þurftum við
að breyta tjörninni, meðal ann-
ars með því að skipta um dúk og
dýpka hana svo þeir ættu sér eitt-
hvert skjól.“
Þ ó t t e k k i
hafi alltaf geng-
ið átakalaust fyrir
sig að viðhalda lífinu
í tjörninni, segir Guðrún
ánægjuna ofar öðru. „Til
að mynda fyllist garður-
inn stundum af krökk-
unum úr nágrenn-
inu sem fá að koma
hingað með vini
sín til að skoða
hana og fiskana.
Aðdráttaraflið er mikið bæði
fyrir menn og dýr. Hún hefur gert
heilmikið fyrir okkur.“ - rve
Veitir okkur ómælda gleði
Guðrún segir sjálfsagt mál að taka á móti gestum sem vilja skoða fiskana, en þeir búi sannarlega vel. Meðal annars gangi út í
tjörnina vatnsslanga í trjádrumbi sem haldi vatninu ávallt fersku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI