Fréttablaðið - 29.05.2009, Side 39

Fréttablaðið - 29.05.2009, Side 39
FÖSTUDAGUR 29. maí 2009 Nú er unnið að afmælisriti um Lágafellskirkju, sem átti 120 ára afmæli fyrr á þessu ári. Af þeim sökum er sóst eftir gömlum myndum af utan- og innan- verðri kirkjunni, ekki síst frá árinu 1956 þegar hún var stækkuð. Vafalaust hafa slíkar myndir, ef til eru, verið teknar við athafnir í kirkjunni, svo sem skírn, fermingu, brúðkaup eða jarðarför, og gætu því leynst í myndasöfnum viðkomandi fjölskyldna. Það væri umsjármönnum hins fyrirhugaða afmælis rits mikill akkur ef myndir af þessu tagi fyndust og leyfð yrðu afnot af þeim í þessu sam- hengi. Vinsamlega hafið samband við: Birgi D. Sveins- son í síma 566 6174 eða með því að senda póst á net- fangið birgird@ismennt.is. Nú, eða með því að hafa samband við Sigurð Hreiðar í síma 566 6272 eða senda póst á netfangið auto@simnet.is. Silfurmerki Stangaveiðifélags Reykjavíkur voru afhent á sjötíu ára afmælishátíð félagsins fyrir skömmu. Hefð er fyrir því að fyrr- verandi stjórnarmönnum SVFR sé veitt silfurmerki fyrir vel unnin störf og að þessu sinni voru Art- hur Bogason og Loftur Atli Eiríks- son heiðraðir. Að auki var Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Veiðimála- stofnunar, veitt silfurmerki sem þakklætisvottur fyrir gæfuríkt samstarf stofnunarinnar og SVFR í gegnum tíðina. Þeir Loftur Atli og Arthur eru fyrrverandi stjórnarmenn Stanga- veiðifélags Reykjavíkur; Arthur lét af störfum árið 2003 en Loftur gegndi stjórnarmennsku til ársins 2007. Sigurður Guðjónsson hefur átt langt og gæfuríkt samstarf við stangaveiðimenn og Stangaveiði- félag Reykjavíkur í starfi sínu hjá Veiðimálastofnun. Frétt af www.svfr.is Þremur veitt silfurmerki SVFR VEL UNNIN STÖRF Guðmundur Stefán Maríasson, formaður SVFR, Sigurður Guðjóns- son, Loftur Atli Eiríksson og Arthur Bogason. MYND/ÞORSTEINN ÓLAFS Útsölustaðir.: Hagkaup, útsölustaðir um land allt., Lyfja, útsölustaðir um land allt , Fjarðarkaup, Versl.. Einars Ólafssonar, Akranesi, Blómsturvellir, Hellissandi, Kaupfélg V-Húnvetninga, Hvammstanga. Skagfi rðingabúð, Heimahornið, Stykkishólmi, Palóma, Grindavík. Efnalaug Vopnafjarðar. NÝTT Sloggi fyrir herrana 2 stk í pk kr. 2990 Benidorm - Allt innifalið* sumarferdir.is ...eru betri en aðrar Hotel Flamingo ALLT INNIFALIÐ* Verð frá:93.326kr. Brottför 20 júní í viku í íbúð með 1 svefnherbergi fyrir 2 fullorðna og 2 börn. * Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður með innlendum drykkjum. Snarl milli mála, kökur og kaffi og ís fyrir alla. Barnadagskrá er bæði um daginn og á kvöldin. Í TILEFNI AFMÆLISINS Leitað er að myndum af kirkjunni fyrir afmælisrit sem verður gefið út um hana á árinu. MYND/ÚR EINKASAFNI Leita að myndum úr Lágafellskirkju

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.