Fréttablaðið - 29.05.2009, Síða 41
FÖSTUDAGUR 29. maí 2009 21
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 29. maí 2009
➜ Tónleikar
21.00 Sudden Weather Change og
Reykjavík!, verða á Gamla Bauk við
Hafnarstétt 9 á Húsavík. Aðgangur er
ókeypis.
21.00 KK verður með tónleika í sal
Menntaskóla Borgarfjarðar við Borgar-
braut 54.
22.00 Einar Ágúst
flytur eigið efni í bland
við annarra á Kaffi
Akureyri við Strandgötu
á Akureyri.
22.00 Hljómsveitin
B.Sig heldur tónleika
á Kaffi Rósenberg við
Klapparstíg.
22.30 Hljómsveitirnar Kimono, Rökk-
urró og Me, The Slumbering Napoleon
verða á Grand Rokk við Smiðjustíg.
Húsið opnar kl. 22.
➜ Fyrirlestrar
16.30 Landslagsarkitektinn Helle
Nebelong flytur erindið „Hannað út frá
upplifun barna“ í sal 104 á Háskóla-
torgi við Sæmundargötu 4. Fyrirlestur-
inn fer fram á ensku.
➜ Handverkssýning
Handverkssýning eldri bæjarbúa á Sel-
tjarnarnesi verður haldin í Félagsmið-
stöð aldraðra að Skólabraut 3-5. Opið í
dag kl. 13-18. Allir velkomnir.
➜ Blúshátíð
Blúshátíðin Norden Blues Festival fer
fram í Rangárvallasýslu um hvítasunnu-
helgina (29.-31. maí). Nánari upplýsing-
ar á www.midi.is.
➜ Bjartir dagar
Hátiðin Bjartir dagar stendur yfir í
Hafnarfirði 28. maí-7. júní. Dagskráin
í heild og nánari upplýsingar á www.
hafnarfjordur.is.
20.00 Söngkonurnar í Sopranos flytja
fjöruga söngleikjatónlist, gamlar dægur-
perlum og ástarsöngva á tónleikum í
Hafnarborg við Strandgötu.
Nordia 2009, norræn frímerkjasýning í
Íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu,
verður opin kl. 13-18, 29.-31. maí.
➜ Tónlistarhátíð
AIM Festival 2009, alþjóðleg tónlistar-
hátíð á Akureyri. Nánari upplýsingar
www.aimfestival.is.
21.00 Hjálmar og Retro Stefson verða
á Græna Hattinum við Hafnarstræti 96.
00.00 TFA Party Zone á Sjallanum við
Geislagötu.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Það var greinilegt á stemningunni
í Íslensku óperunni á miðvikudags-
kvöldið að áhuginn var mikill fyrir
samstarfi hljómsveitarinnar Hjalta-
lín og hljómsveitarstjórans Daní-
els Bjarnasonar. Það kemur ekki á
óvart, Hjaltalín er ein af hæfileika-
ríkustu popphljómsveitum sem
komið hafa fram á Íslandi síðustu ár
og leið Daníels í klassísku deildinni
hefur stöðugt legið upp á við.
Tónlist Hjaltalín hefur stundum
verið kölluð kammerpopp vegna
útsetninganna og hljóðfæraskipan-
innar. Í henni mætist popp og klassík
þannig að maður vissi að þetta yrði
ekkert vandræðalegt kvöld, en það
var spennandi að sjá hvað Hjaltalín
gerði með þrettán manna kammer-
sveit sér til fulltingis. Og útkoman
kom á óvart. Það sem stendur upp
úr er hvað útsetningarnar voru fjöl-
breyttar og hvað yfirbragðið var létt
og afslappað. Það hefði svo vel verið
hægt að taka þetta ofsafína Lista-
hátíðar tækifæri allt of alvarlega.
Tónleikarnir hófust á nýrri
útsetningu á laginu Trailer Music
af hinni frábæru plötu Hjaltalíns,
Sleepdrunk Seasons. Sú útsetning
virkaði frekar losaraleg og gerði
lítið fyrir lagið, en margt af því
sem á eftir kom virkaði hins vegar
mjög vel. Útsetning Daníels Bjarna-
sonar á laginu I Lie var til dæmis
mjög falleg og áhrifarík og útsetn-
ing Hjartar Ingva Jóhannssonar á
The Trees Don’t Like The Smoke
var gáskafull og skemmtileg. Um
það bil helmingur dagskrárinnar
á tónleikunum var ný lög og mörg
þeirra frábær. Eins og áður segir
var fjölbreytnin töluverð. Á köflum
minntu útsetningar á kvikmynda-
tónlist, annars staðar voru áhrif
frá söngleikjatónlist augljós og gott
ef það sveif ekki smá Bítlaandi yfir
vötnum á stöku stað líka til dæmis
í lokalaginu fyrir hlé þar sem fjög-
urra drengja kór bættist í hópinn.
Útsetningarnar af gömlu Hjaltalín-
lögunum voru ekki endilega betri
heldur en frumgerðirnar, en öðru-
vísi og það er það sem skiptir máli
á svona tónleikum. Hrifnastur var
ég samt af nýja efninu. Maður er
orðinn virkilega spenntur að heyra
næstu plötu. Trausti Júlíusson
Létt yfirbragð og fjölbreyttar útsetningar
TÓNLEIKAR
Hjaltalín með kammersveit
Listahátíð í Reykjavík
Íslenska óperan, 27. maí
★★★★
Niðurstaða: Hjaltalín, stjórnandinn
Daníel Bjarnason og þrettán manna
kammersveit nýttu Listahátíðartæki-
færið vel og buðu upp á fjölbreytta
og skemmtilega tónleika.
Ný skáldsaga eftir japanska rit-
höfundinn Haruki Murakami
kemur út í Japan í dag. Hún er
prentuð í 480 þúsund eintökum og
hefur söguþráðurinn og söguheit-
ið farið lágt en
mikill spenningur
er hjá aðdáendum
skáldsins. Vitað
er að pöntunar-
heiti sögunnar er
IQ84, sem má lesa
sem 1984 á jap-
önsku. Þá hefur
lekið að sagan lýsi
árangurslausri
leit karlmanns
og konu hvors að
öðru. Í sögunni, sem hleypur til
og frá í tíma og rúmi, milli hugs-
ana og ytri lýsinga, sé að finna
hugleiðingar skáldsins um ást og
fjölskyldu, trú og ofbeldi. Mikið sé
um sögulegar vísanir í verkinu.
Murakami er sextugur og hefur
ekki sent frá sér bók í fimm ár
ef frá er talin ritgerð hans um
maraþonhlaup sem víða birtist í
fyrra. Hann kom fyrir fáum árum
hingað á bókmenntahátíð og hafa
margar sögur hans verið þýddar
á íslensku úr enskum þýðingum.
Enn er ekki ráðið hvenær nýja
sagan kemur út á ensku og þá
síður hvenær vænta má íslenskrar
þýðingar.
Ný saga frá
Murakami
BÓKMENNTIR
Haruki Mura-
kami
Fyrstir koma fyrstir fá!
Opið alla daga 12:00 - 18.00
Útsölumarkaður
Next hefst í dag
í Skeifunni 17
Ótrúleg verð! Þú tekur 3 flíkur en borgar aðeins fyrir 2 - á 40% afslætti!
3 2
fyrir
Ó
d
ý
ra
st
a
fl
ík
in
f
yl
g
ir
m
e
ð
.