Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 29.05.2009, Blaðsíða 41
FÖSTUDAGUR 29. maí 2009 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 29. maí 2009 ➜ Tónleikar 21.00 Sudden Weather Change og Reykjavík!, verða á Gamla Bauk við Hafnarstétt 9 á Húsavík. Aðgangur er ókeypis. 21.00 KK verður með tónleika í sal Menntaskóla Borgarfjarðar við Borgar- braut 54. 22.00 Einar Ágúst flytur eigið efni í bland við annarra á Kaffi Akureyri við Strandgötu á Akureyri. 22.00 Hljómsveitin B.Sig heldur tónleika á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. 22.30 Hljómsveitirnar Kimono, Rökk- urró og Me, The Slumbering Napoleon verða á Grand Rokk við Smiðjustíg. Húsið opnar kl. 22. ➜ Fyrirlestrar 16.30 Landslagsarkitektinn Helle Nebelong flytur erindið „Hannað út frá upplifun barna“ í sal 104 á Háskóla- torgi við Sæmundargötu 4. Fyrirlestur- inn fer fram á ensku. ➜ Handverkssýning Handverkssýning eldri bæjarbúa á Sel- tjarnarnesi verður haldin í Félagsmið- stöð aldraðra að Skólabraut 3-5. Opið í dag kl. 13-18. Allir velkomnir. ➜ Blúshátíð Blúshátíðin Norden Blues Festival fer fram í Rangárvallasýslu um hvítasunnu- helgina (29.-31. maí). Nánari upplýsing- ar á www.midi.is. ➜ Bjartir dagar Hátiðin Bjartir dagar stendur yfir í Hafnarfirði 28. maí-7. júní. Dagskráin í heild og nánari upplýsingar á www. hafnarfjordur.is. 20.00 Söngkonurnar í Sopranos flytja fjöruga söngleikjatónlist, gamlar dægur- perlum og ástarsöngva á tónleikum í Hafnarborg við Strandgötu. Nordia 2009, norræn frímerkjasýning í Íþróttahúsi Hafnarfjarðar við Strandgötu, verður opin kl. 13-18, 29.-31. maí. ➜ Tónlistarhátíð AIM Festival 2009, alþjóðleg tónlistar- hátíð á Akureyri. Nánari upplýsingar www.aimfestival.is. 21.00 Hjálmar og Retro Stefson verða á Græna Hattinum við Hafnarstræti 96. 00.00 TFA Party Zone á Sjallanum við Geislagötu. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Það var greinilegt á stemningunni í Íslensku óperunni á miðvikudags- kvöldið að áhuginn var mikill fyrir samstarfi hljómsveitarinnar Hjalta- lín og hljómsveitarstjórans Daní- els Bjarnasonar. Það kemur ekki á óvart, Hjaltalín er ein af hæfileika- ríkustu popphljómsveitum sem komið hafa fram á Íslandi síðustu ár og leið Daníels í klassísku deildinni hefur stöðugt legið upp á við. Tónlist Hjaltalín hefur stundum verið kölluð kammerpopp vegna útsetninganna og hljóðfæraskipan- innar. Í henni mætist popp og klassík þannig að maður vissi að þetta yrði ekkert vandræðalegt kvöld, en það var spennandi að sjá hvað Hjaltalín gerði með þrettán manna kammer- sveit sér til fulltingis. Og útkoman kom á óvart. Það sem stendur upp úr er hvað útsetningarnar voru fjöl- breyttar og hvað yfirbragðið var létt og afslappað. Það hefði svo vel verið hægt að taka þetta ofsafína Lista- hátíðar tækifæri allt of alvarlega. Tónleikarnir hófust á nýrri útsetningu á laginu Trailer Music af hinni frábæru plötu Hjaltalíns, Sleepdrunk Seasons. Sú útsetning virkaði frekar losaraleg og gerði lítið fyrir lagið, en margt af því sem á eftir kom virkaði hins vegar mjög vel. Útsetning Daníels Bjarna- sonar á laginu I Lie var til dæmis mjög falleg og áhrifarík og útsetn- ing Hjartar Ingva Jóhannssonar á The Trees Don’t Like The Smoke var gáskafull og skemmtileg. Um það bil helmingur dagskrárinnar á tónleikunum var ný lög og mörg þeirra frábær. Eins og áður segir var fjölbreytnin töluverð. Á köflum minntu útsetningar á kvikmynda- tónlist, annars staðar voru áhrif frá söngleikjatónlist augljós og gott ef það sveif ekki smá Bítlaandi yfir vötnum á stöku stað líka til dæmis í lokalaginu fyrir hlé þar sem fjög- urra drengja kór bættist í hópinn. Útsetningarnar af gömlu Hjaltalín- lögunum voru ekki endilega betri heldur en frumgerðirnar, en öðru- vísi og það er það sem skiptir máli á svona tónleikum. Hrifnastur var ég samt af nýja efninu. Maður er orðinn virkilega spenntur að heyra næstu plötu. Trausti Júlíusson Létt yfirbragð og fjölbreyttar útsetningar TÓNLEIKAR Hjaltalín með kammersveit Listahátíð í Reykjavík Íslenska óperan, 27. maí ★★★★ Niðurstaða: Hjaltalín, stjórnandinn Daníel Bjarnason og þrettán manna kammersveit nýttu Listahátíðartæki- færið vel og buðu upp á fjölbreytta og skemmtilega tónleika. Ný skáldsaga eftir japanska rit- höfundinn Haruki Murakami kemur út í Japan í dag. Hún er prentuð í 480 þúsund eintökum og hefur söguþráðurinn og söguheit- ið farið lágt en mikill spenningur er hjá aðdáendum skáldsins. Vitað er að pöntunar- heiti sögunnar er IQ84, sem má lesa sem 1984 á jap- önsku. Þá hefur lekið að sagan lýsi árangurslausri leit karlmanns og konu hvors að öðru. Í sögunni, sem hleypur til og frá í tíma og rúmi, milli hugs- ana og ytri lýsinga, sé að finna hugleiðingar skáldsins um ást og fjölskyldu, trú og ofbeldi. Mikið sé um sögulegar vísanir í verkinu. Murakami er sextugur og hefur ekki sent frá sér bók í fimm ár ef frá er talin ritgerð hans um maraþonhlaup sem víða birtist í fyrra. Hann kom fyrir fáum árum hingað á bókmenntahátíð og hafa margar sögur hans verið þýddar á íslensku úr enskum þýðingum. Enn er ekki ráðið hvenær nýja sagan kemur út á ensku og þá síður hvenær vænta má íslenskrar þýðingar. Ný saga frá Murakami BÓKMENNTIR Haruki Mura- kami Fyrstir koma fyrstir fá! Opið alla daga 12:00 - 18.00 Útsölumarkaður Next hefst í dag í Skeifunni 17 Ótrúleg verð! Þú tekur 3 flíkur en borgar aðeins fyrir 2 - á 40% afslætti! 3 2 fyrir Ó d ý ra st a fl ík in f yl g ir m e ð .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.