Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2009, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 29.05.2009, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 29. maí 2009 25 Meg White, trommari rokkdúetts- ins The White Stripes, hefur gengið í hjónaband með unnusta sínum Jackson Smith. Hann er sonur söngkonunnar Patti Smith og gítarleikarans sáluga Fred „Sonic“ Smith úr rokksveitinni MC5. Athöfnin fór fram í Nashville á heimili Jacks White, hins með- lims The White Stripes og fyrr- verandi eiginmanns Meg. Þau voru gift í fjögur ár en skildu árið 2000. Jack Lawrence, bassa- leikari The Raconteurs og The Dead Weather, sem eru hliðar- verkefni Jack White, gifti sig einnig við sama tækifæri. The White Stripes hefur verið í fríi undanfarin tvö ár en hyggur á tónleikahald á næstunni. Meg White í hjónaband MEG WHITE Trommari rokkdúettsins The White Stripes hefur gengið í hjónaband. Munir úr eigu hinna látnu ofur- stjarna Elvis Presley og Marilyn Monroe verða boðnir upp í Las Vegas í lok júní. Á meðal þeirra eru kvittanir fyrir áfengiskaup- um frá Monroe og pillubox úr eigu Presley. Einnig verður til sölu slopp- ur, sem sagður er síðasta flíkin sem Monroe klæddist áður en hún dó. Hefur hann verið verð- lagður á sex þúsund dollara, eða um 750 þúsund krónur. Einnig verða til sölu tveir múrsteinar úr húsi Monroe í Kaliforníu og nokkrar ljósmyndir af leikkon- unni goðsagnar kenndu. Selja slopp og pillubox MARILYN MONROE Munir úr eigu leik- konunnar verða boðnir upp í Las Vegas í lok júní. Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, er ekkert sérstaklega orðvar maður enda er hann grun- aður um að hafa hótað unnustu sinni lífláti. Lohan fer heldur ekkert í kringum hlutina þegar kemur að dóttur hans, því nú hefur Michael lýst því yfir að ef Lohan snúi aftur í faðm fyrrverandi kærustu sinnar, Samönthu Ronson, hverfi stjarna hennar eins og dögg fyrir sólu. Michael lýsti jafnframt yfir ánægju sinni með þá ákvörðun dóttur sinnar að halda sig fjarri plötusnúðnum. Þetta kemur fram í New York Post. „Lindsay býðst nú annað tækifæri til að glæða feril sinn lífi. En ef hún snýr aftur til Samönthu er sá möguleiki fyrir bí,“ sagði Michael við fjölmiðlamenn, skömmu eftir að hann yfirgaf dómsal í New York til að hlýða á ákærur er varða líflátshótunina. Michael virðist hafa svör á reiðum höndum því hann var ekki lengi að útskýra hvers eðlis það mál væri, allt væri þetta byggt á misskilningi sem of flókið mál væri að fara út í. „Ég er alveg sannfærður um að málið verður látið niður falla,“ sagði Michael kampakátur. Lohan á heima fjarri Ronson NÝTT UPPHAF Lindsay Lohan reynir nú að koma ferli sínum af stað og pabbinn telur lykilinn að því liggja í fjarveru frá Samönthu Ronson. Kiefer Sutherland ræddi við bresku útgáfuna af Elle um sam- band sitt og Juliu Roberts. Eins og frægt er orðið stakk Julia leikar- ann af, nánast uppi við altarið, og skildi hann eftir í sárum. Hún gaf þá skýringu að Kiefer hefði bæði verið ungur og heimskur en nú hefur stjarnan úr sjónvarpsþátt- unum 24 svarað fyrir sig. Í viðtalinu við Elle segir Kief- er nefnilega að eftir að fjarað hafi undan ástarlífi þeirra hafi sam- bandið í raun og veru dáið. Hann viðurkennir þó að hann hafi fund- ið fyrir mikilli hrifningu en hún hafi fljótlega horfið. „Ég vildi reka hestabúgarð í Montana en hún var vinsælasta leikkona heims. Við höfðum ólíkan skilning á því hvað við vildum. En við vorum líka miklu meiri vinir en elskendur,“ sagði Kiefer. Lostalítið líf ENGIN ÁSTRÍÐA Ástæðan fyrir sam- bandsslitum Kiefer Sutherland og Juliu Roberts var sú að ástríðuna vantaði. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 KLÆÐIR ÞIG VEL!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.