Fréttablaðið - 05.06.2009, Síða 4
4 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR
Stærri skref verða ekki tekin í
lækkun stýrivaxta meðan ekki
liggur fyrir áætlun um tilhögun
ríkisfjármála. Þetta kom fram á
vaxtaákvörðunarfundi Seðlabanka
Íslands í gær. Kynnt var eins pró-
sentustigs lækkun stýrivaxta, sem
nú standa í tólf prósentum.
Við síðustu vaxtaákvörðun í
maíbyrjun voru vextir lækkaðir
um 2,5 prósentustig og boðað að
lækkun yrði vegleg næst. Í milli-
tíðinni hefur komið fram að sendi-
nefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
(AGS) var mótfallin vaxtalækkun
nú, þar sem hún gæti ógnað stöðug-
leika krónu.
Forsvarsmenn Seðlabankans
taka þó fyrir að AGS hafi ráðið
nokkru um ákvörðunina, heldur
þróun efnahagsmála, þótt peninga-
stefnunefndin sé um margt sam-
mála mati sjóðsins. Þannig hafi
verið slakað verulega á peninga-
legu aðhaldi með verulegri lækkun
vaxta eftir síðustu ákvörðun um
stýrivexti. Þar með hafi verið náð
árangri sem stefnt hafi verið að.
Um leið snúa ákvarðanir peninga-
stefnunefndar í vaxtamálum að því
að styðja við krónuna, að því er
fram kom í máli Arnórs Sighvats-
sonar aðstoðarseðlabankastjóra
og Sveins Haralds Øygard seðla-
bankastjóra.
Þá áréttuðu seðlabankastjórarn-
ir að til stæði að aflétta gjaldeyr-
ishöftum að hluta síðar á þessu ári
og ákvarðanir í vaxtamálum þyrfti
að miða við það. Aukinheldur sagði
Arnór að með stærri skrefum í
vaxtalækkunum yrði til meiri hvati
til þess að fara í kring um gjald-
eyrishöftin. „Við erum að reyna
að byggja upp traust, en mjög lítið
fer fyrir því í dag. Stærstu vanda-
málin því tengd er að á alþjóðleg-
um mörkuðum ríkir ekki traust á
að ríkissjóður fái staðið við skuld-
bindingar sínar. En það mun hins
vegar koma í ljós síðar á árinu
að ríkissjóður getur það,“ segir
hann, þótt ekki liggi það ljóst fyrir
nú meðan ósamið er um ákveðin
atriði. „Þegar liggja fyrir áætl-
anir í ríkisfjármálum þá dregur
úr þessari óvissu og þá minnkar
það vaxtabil sem við þurfum, en
á þessari stundu liggur ekki fyrir
hvert það vaxtabil verður.“
Í yfirferð sinni um helstu hag-
stærðir lýsti Þórarinn G. Péturs-
son, aðalhagfræðingur Seðlabank-
ans, raunar vonbrigðum með að
utanríkisviðskipti hefðu ekki stutt
við gengið með sama hætti og von-
ast hefði verið
til. Þannig væri
gengi krónunnar
núna um tveim-
ur prósentum
veikara en eftir
síðustu stýri-
vaxtaákvörðun
og átta prósent-
um veikara en
bankinn hefði
gert ráð fyrir í
síðustu spá.
Ástæður óhagstæðrar þróunar
utanríkisviðskipta segir hann
svo skrifast á alþjóðlegu fjár-
málakreppuna. Þórarinn segir
þó mikilvægt að hafa í huga að
magn útflutnings hafi haldist í
horfinu. „Efnahagskreppan birt-
ist okkur fyrst og fremst í lækk-
un á afurðaverði sem gefur okkur
von um að utanríkisviðskipti geti
batnað um leið og markaðir ná
sér á strik.“
Þórarinn segir ekki ástæðu
til að hafa ýkja miklar áhyggjur
af heldur hægari hjöðnun verð-
bólgunnar. „Þótt hún hafi verið
í hærri kantinum þá breytir
það ekki stóru myndinni,“ segir
hann og kveður spá um að verð-
bólga verði komin að 2,5 prósenta
markmiði Seðlabankans á fyrri
hluta næsta árs. Verðbólga nú
sé gengisdrifin og þá hafi maka-
skiptasamningar á fasteigna-
markaði áhrif til hækkunar sem
tæpast séu marktæk. Um leið
áréttar Þórarinn að aukning
verðbólgu vegna skattahækk-
ana, sem komið gæti til á næst-
unni, kalli ekki á bein peninga-
stefnuviðbrögð. olikr@frettabladid.is
STÝRIVAXTALÆKKUN SEÐLABANKANS
ostur.is
Ríkið þarf að eyða óvissu
Stærri skref í lækkun stýrivaxta verða ekki tekin fyrr en fyrir liggja ákvarðanir um aðhaldsaðgerðir í ríkis-
fjármálum á árinu og stefna til miðlungslangs tíma. Náðst hefur árangur við lækkun bankavaxta. Afnám
gjaldeyrishafta síðar á árinu kallar á meiri varfærni í ákvörðunum Seðlabankans.
ÞÓRARINN G.
PÉTURSSON
Viðvarandi gjaldeyrishöft eru
ekki valkostur að mati stjórnenda
Seðlabankans.
Arnór Sighvatsson aðstoðar-
seðlabankastjóri bendir á að bæði
minnki virkni slíkra hafta með
tímanum og auk þess sem höft til
lengri tíma skaði uppbyggingu,
því erfiðara verði að afla fjár
til arðbærra framkvæmda.
Þar við bætist að höftin séu
brot á ákvæðum margvíslegra
alþjóðasamninga sem landið hafi
undirgengist, svo sem vegna Evr-
ópska efnahagssvæðisins.
Þórarinn G. Pétursson, aðalhag-
fræðingur bankans, bætir við að
í umhverfi gjaldeyrishafta þyrfti
líka að byggja upp efnahagslífið á
innlendum sparnaði einvörðungu.
„Og það myndi þýða að uppbygg-
ingin hér yrði enn hægari en ella,“
segir hann. - óká
Álit stjórnenda Seðlabankans:
Viðvarandi höft
ekki valkostur
Í SEÐLABANKANUM Seðlabankastjórar
og aðalhagfræðingur Seðlabanka
Íslands kynntu í gær stýrivaxtaákvörðun
og rökstuddu hana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BANKASTJÓRAR Svein Harald Øygard seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson
aðstoðarseðlabankastjóri kynntu yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans
á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
INNLÁNSVAXTASTIGIÐ KEMUR Á ÓVART
Það virtist koma sérfræðingum á fjár-
málamarkaði á óvart að Seðlabanki
Íslands skyldi halda innlánsvöxtum
sínum óbreyttum í 9,5 prósentustig-
um, þótt stýrivextir væru lækkaðir um
eitt prósentustig. Greining Íslands-
banka bendir á að innlánsvaxtastig
Seðlabankans skipti máli vegna þess
hve mikið sé hér af lausu fé í umferð.
Bendir bankinn á að með ákvörðun
sinni í gær breyti peningastefnunefnd
Seðlabankans vöxtum sem litlu skipti
um vaxtastigið í hagkerfinu, en haldi
þeim vöxtum óbreyttum sem hvað
mestu máli skipti. Með þessu hlíti
nefndin tilmælum AGS. Spurningar
eru sagðar vakna um sjálfstæði
peningastefnunefndarinnar vegna
þessa. „Svo virðist að minnsta kosti
að peningastefnunefnd bankans
hafi keypt rök AGS fyrir óbreyttum
vöxtum en þau rök snúa aðallega
að mikilvægi þess að raska ekki
stöðugleika krónunnar við núver-
andi aðstæður í hagkerfinu,“ segir í
skrifum Íslandsbanka.
Hagfræðideild Landsbankans segir
í vefriti sínu að vaxtaákvörðunin í
gær þýði í reynd að vaxtakostnaður
lánastofnana haldist óbreyttur, sem
undirstriki að peningastefnunefndin
telji ekki skilyrði til slökunar í kerfinu.
Þverpólitísk vonbrigði yfir lítilli
stýrivaxtalækkun komu fram á
Alþingi í gær. Þingmenn allra
flokka – utan Borgarahreyfingar-
innar – lýstu sárum vonbrigðum
með að vextirnir hefðu aðeins
lækkað í tólf prósent.
Stjórnarandstæðingar stóðu
klárir á ástæðunni: ríkisstjórnin
hefði ekki tekið á ríkisfjármálun-
um.
Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðis-
flokki, sagði að auk þess að hafa
ekki kynnt raunhæfa áætlun í ríkis-
fjármálum hefðu ríkisstjórninni
verið mislagðar hendur í að koma
saman bankakerfinu. Tryggvi Þór
Herbertsson kallaði hátt vaxtastig
aðgerðaleysiskostnað og Pétur
Blöndal sagði ákvörðunina hafa
valdið sér hryggð.
Gunnar Bragi Sveinsson, Fram-
sóknarflokki, sagði ákvörðunina
áfall og að ríkisstjórnin væri að
bregðast. Birkir J. Jónsson sagði
ástandið óviðunandi og Höskuld-
ur Þórhallsson sagði lægri vexti
koma öllum til góða.
Björgvin G. Sigurðsson, Sam-
fylkingunni, sagði ófært að lækka
vexti á kostnað gengisstöðugleik-
ans og þar sem gengið hefði ekki
styrkst væri varfærnisleg vaxta-
lækkun skiljanleg.
Árni Þór Sigurðsson, VG, lýsti
vonbrigðum með litla lækkun
en taldi málflutning stjórnar-
andstæðinga ómaklegan. Við
værum að súpa seyðið af efnahags-
hruninu, hruni frjálshyggjunnar
og slæmri efnahagsráðgjöf fyrri
ríkis stjórnar. - bþs
Þingmenn lýsa vonbrigðum en meta ástæðurnar með misjöfnum hætti:
Björgvin G. skilur vaxtaákvörðunina
FRÁ ALÞINGI Vonbrigðum og hryggð var
lýst á þingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
26°
13°
21°
15°
13°
13°
17°
21°
14°
14°
22°
19°
16°
30°
15°
20°
25°
14°
Á MORGUN
Hæg breytileg átt.
SUNNUDAGUR
Hæg breytileg átt.
6
7
6
15
16
11
9 10
8
8
MEIRI LÍKUR Á
ÚRKOMU
Ekkert lát er á hæg-
viðrinu á landinu
og verður svo fram í
næstu viku. Dagurinn
í dag er að því leyti
frábrugðinn frá þeim
síðustu að úrkomu-
líkur eru meiri. Hins
vegar sýnist mér að
á Austurlandi verði
lengst af bjartviðri
og þurrt. Annars
staðar má búast við
lítilsháttar vætu en ég
legg áherslu á að hún
verður ekki mikil.
12
11
9
12
13
13
14
9
10
10
8
5
3
3
5
3
3
6
5
3
6
3
12
13
Sigurður Þ.
Ragnarsson
Veður-
fræðingur
Mikil vonbrigði með vexti
Ákvörðun Seðlabanka Íslands um að
lækka stýrivexti ekki meira en raun
ber vitni veldur miklum vonbrigðum
og gengur þvert á markmið viðræðna
um stöðugleikasáttmála, er haft eftir
Kristni Erni Jóhannessyni, formanni
VR, á heimasíðu félagsins í gær.
Ákvörðunin auki á óvissu í yfirstand-
andi kjaraviðræðum.
STRÝRIVAXTAÁKVÖRÐUN
%
GENGIÐ 04.06.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
211,2067
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
122,54 123,12
200,55 201,53
173,48 174,46
23,289 23,425
19,430 19,544
16,020 16,114
1,2695 1,2769
189,96 191,10
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR