Fréttablaðið - 05.06.2009, Qupperneq 19
„Ég fæ vatn í munninn þegar
ég hugsa um þennan rétt,“ segir
Renuka Perera, matreiðslukona frá
Srí Lanka, hlæjandi. „Rétturinn er
upprunninn í Srí Lanka og ég þró-
aði uppskriftina sjálf. Pabbi minn
var kokkur þannig að ég ólst upp á
miklu matarheimili í Srí Lanka.“
Uppvaxtarárin hafa sett svip sinn
á Renuku því matargerð er hennar
helsta áhugamál. „Ég elda oft fyrir
fjölskyldu mína og kaupi eiginlega
aldrei tilbúinn mat. Í framtíðinni vil
ég verða kokkur og þess vegna ætla
ég að fara í matartæknanám.“
Þegar Renuka er innt eftir því
hvort mikill munur sé á matar-
menningu Íslands og Srí Lanka
segir hún að svo sé. „Á Srí Lanka
borðum við mikið af grænmetis-
réttum og fiskiréttum en ekki oft
kjöt. Mér fannst skrýtið að koma til
Íslands og byrja að borða íslenskan
mat. Ég smakkaði hann samt og nú
elda ég til dæmis íslenskan plokk-
fisk í karríi.“
Renuka segir að draumur henn-
ar hafi ræst með útgáfu matreiðslu-
bókar hennar, 50 kryddríkar upp-
skriftir frá Srí Lanka. „Ég skrifaði
bókina vegna þess að mér hefur
fundist margir Íslendingar vilja
kryddaðan mat.“
martaf@frettabladid.is
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
HEIMILISIÐNAÐARDAGURINN verður hald-
inn í Árbæjarsafni sunnudaginn 7. júní. Þar verður
nemendasýning á Kornhúsloftinu, félagsmenn sýna
vinnubrögð og handverk og faldafeykissýning verður
í Líkn. Allir sem mæta á íslenskum búningi fá frítt inn.
www.heimilisidnadur.is
1 kg svínakjöt
2 laukar, fínsaxaðir
4 hvítlauksgeirar, rifnir
2 msk. rifið engifer
1/4 bolli tamarind-mauk
6 msk. olía
4 msk. kókosmjólk
300 ml vatn
1 tsk. salt (eða eftir
smekk)
Krydd:
2 tsk. kóríanderfræ
3 tsk. cumin-fræ
1 tsk. fennikufræ
1/2 tsk. túrmerik
1 tsk. chili-duft
5 stk. negull
5 kardimommur
1 kanilstöng
10 karrílauf
Aðferð:
Fjarlægið bein og feiti
úr kjötinu og skerið í
2-3 cm teninga. Hitið 4
msk. af olíunni í potti
og steikið kjötið.
Ristið kóríanderfræ,
cumin-fræ og fenniku-
fræ við vægan hita
á pönnu, þangað til
fræin eru orðin brún.
Malið þau síðan í
kaffikvörn.
Setjið 2 msk. af olíu í
sama pottinn og var
notaður til að steikja
kjötið og hitið hana.
Brúnið lauk, hvítlauk
og engifer. Bætið svo
við öllu kryddinu og
steikið áfram í nokkrar
mínútur. Bætið kjötinu
við og hrærið.
Bætið loks við tamar-
ind, vatni, kókosmjólk
og salti. Hrærið og
látið koma upp suðu.
Lækkið hitann, setjið
lok á pottinn og látið
krauma í klukkutíma
eða þangað til kjötið er
orðið mjúkt.
SVART SVÍNAKARRÍ
FYRIR 4-5
Draumur að veruleika
Renuka Perera kom frá Srí Lanka fyrir þrettán árum og hefur síðan matreitt rétti heimalands síns ofan í
Íslendinga. Nú hefur hún gefið út matreiðslubók svo fleiri hafi tækifæri til að prófa réttina hennar.
Renuka Perera gefur
Fréttablaðinu upp-
skriftir að framandi
réttum frá Srí Lanka.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/VILH
ELM
H
rin
gb
ro
t
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
Nýr A la Carte
REYKT ÖND
með blönduðu salati, valhnetum og fíkjublöndu
Við mælum með Pinot Gris, Pully Fumé
eða Pouilly Fuisse með þessum rétti.
4ra rétta tilboðsseðill
Verð aðeins 6.890 kr.
með 4 glösum af sérvöldum vínum aðeins 10.490 kr.
Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!